300 kr./lítrinn Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar 10. desember 2015 07:00 Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hér er pæling. Hvað myndi gerast ef olíulítrinn færi í þrjú hundruð krónur? „Galið!“ myndu flestir hrópa og spyrja, „hvað með útgjöld heimilanna? Hvað með verðbólguþrýstinginn? Hvað með kjarasamningana? Hvað með stöðugleikann?!“ Pælingin snýst þó ekki um hækkandi heimsmarkaðsverð á olíu eða auknar tekjur Rússa, Norðmanna og OPEC. Nei, þetta snýst um hærra kolefnisgjald á eldsneyti, þ.e.a.s innlenda skatttekju. Þessi pæling snýst ekki einu sinni um að auka tekjur ríkissjóðs, heldur um hækkun kolefnisgjalds í kjölfar LÆKKUNAR á öðrum sköttum. Það er nefnilega alveg hægt að hækka kolefnisgjald án þess að allt fari um koll og veski heimilanna tæmist. Olía er öflugur skattgreiðandi sem teygir sig um allt þjóðfélagið bæði í samgöngum og vöruflutningum. Auðvelt væri að lækka t.d. virðisaukaskatt, tryggingagjald og/eða tekjuskatt til að eyða út áhrifunum á heimili, fyrirtæki og verðbólgu. Við erum meira að segja nýbúin að ganga í gegnum umfangsmikla skattabreytingu á virðisaukaskattþrepum í vegasalti, þ.e. annað þrepið upp og hitt niður, þar sem reiknuð heildaráhrif á meðalheimilin voru í plús eða versta falli á núlli. Það er sem sagt hægt að hækka kolefnisgjald um 100 krónur án þess að setja allt á hliðina. Kolefnisskatturinn myndi gefa tugi milljarða á ári og lækka þyrfti aðra skatta í samræmi við það.En hvað myndi gerast? Verð á olíulítra eru einmitt laun fyrir sparaðan lítra, þ.e.a.s. afgerandi launahækkun verður í boði fyrir allar aðgerðir sem draga úr olíunotkun. Rafmagns-, metan- og eyðslunettum bílum myndi snarfjölga og hjólreiðar, almenningssamgöngur, samakstur og vistakstur tækju rækilegan kipp með tilheyrandi samdrætti í losun gróðurhúsaloftegunda. Innlend framleiðsla á umhverfisvænna eldsneyti eins og nú þegar er hafin t.d. hjá Carbon Recycling og Orkey myndi einnig eflast til muna. Þjóðarleiðtogar og aðrir stjórnamálamenn tala digurbarkalega um bráða nauðsyn aðgerða í loftslagsmálum en átta sig oft illa á því að hikstið er ekki tæknivandamál heldur innleiðingarvandi. Árið 1990 var Kyoto-samningurinn innleiddur en síðan þá hafa margar lausnir í orkumálum eins og vindorka, sólarorka, LED-perur, rafbílar o.fl. þroskast úr hálfgerðum tilraunaverkefnum í hreinar markaðslausnir. Eina vandamálið er að lausnirnar eru örlítið dýrari en hin hefðbundna jarðefnaeldsneytislausn. En því ekki að brúa bilið með kolefnisgjaldi? Ja, það er að segja ef menn hafa yfirleitt einhvern áhuga á því að grípa til aðgerða? En alvöru kolefnisgjald gæfi líka ýmsa möguleika í hagstjórninni fyrir sniðuga ráðamenn. Skattlagning ferðamanna hefur t.d. vafist fyrir fólki og ef vilji er til að auka tekjurnar í þeim geira þá myndi hærra kolefnisgjald klárlega skapa meiri tekjur af ferðamönnum. Einnig mætti nota kolefnisgjaldið til að jafna olíuverð á móti rokkandi heimsmarkaðsverði, þ.e. lækka það þegar heimsmarkaðsverð rýkur upp og öfugt, og skapa þannig meiri stöðuleika. Stórfelld hækkun kolefnisgjalds samhliða samsvarandi lækkun almennra skatta myndi skila verulegum árangri í orku- og loftslagsmálum landsins, án þess að ógna stöðugleika. Notkun jarðefnaeldsneytis myndi snarminnka með tilheyrandi efnahagsbata, gjaldeyrissparnaði og minni mengun. Tími alvöru aðgerða og stærri skrefa er kominn og þá er spurningin einungis þessi: Þora ráðamenn að skipta út yfirlýsingum fyrir aðgerðir?
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun