Maia: Ég er betri en Gunnar Nelson í gólfinu | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. desember 2015 12:30 Demian Maia er frábær gólfglímumaður. v´siir/getty Eins og aðrir bardagamenn á UFC 194 kvöldinu sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 03.00 aðfaranótt sunnudags sat Demian Maia fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær. Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari Nelson í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Margir áhugamenn um UFC og blandaðar bardagalistir hafa viljað sjá Maia og Gunnar berjast í langan tíma því þeir eru taldir tveir af allra bestu gólfglímumönnum heims. Báðir eru með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu. „Þú talaðir nú sjálfur um þennan bardaga fyrir löngu síðan,“ sagði Maia hress í viðtali við MMA-stjörnublaðamanninn Ariel Helwani í gær.Demian Maia situr fyrir svörum í gær.vísir/gettyVill berjast aftur um titilinn Maia er ósáttur við stöðu sína á styrkleikalistanum og finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Honum finnst hann eiga vera ofar og vill fá tækifæri til að bera heimsmeistarabeltið um mittið.Sjá einnig:UFC-veisla í Vegas „Ég vil berjast um titilinn aftur. Ef það hjálpar mér á þeirri leið að vinna Gunnar þá er það besta mál. Ég vona bara að ef ég vinni þá njóti sigurinn virðingar. Ég er enn í sjötta sæti þrátt fyrir að vinna síðast,“ sagði Maia sem viðurkennir að hann tók snemma eftir Gunnari Nelson. „Ég sá hann þegar hann var að byrja í UFC. Þá voru margir að tala um hann. Fólk var mjög hrifið af því hvernig hann notaði jiu jitsu og var að klára bardaga. Þá fór fólk fyrst að tala um að við gætum barist og nú er komið að því.“Gunnar kom á óvart með frábærum höggleik gegn Brandon Thatch.vísir/gettyTil í að fara í gólfið Maia er enginn vélbyssukjaftur frekar en Gunnar og ber mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Hann segir okkar mann betri en sjálfan sig í einum hlut en þegar kemur að gólfglímu er ekki spurning um hvor sé betri.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina „Gunnar er líklega aðeins betri að kýla. Ég veit samt ekki hvert bardaginn fer, en Gunnar hefur meiri trú á höggunum sínum en ég á mínum. Ég er samt betri í gólfglímu. Hann er góður í jiu jitsu en ég er samt betri,“ sagði Maia. „Hann segist vilja fara í gólfið. Kannski verður hans taktík að halda bardaganum standandi en hann segist vilja fara í gólfið. Hann segist ekki vera hræddur við mig í gólfinu og vill spreyta sig gegn mér þannig við sjáum bara til,“ sagði Demian Maia. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Eins og aðrir bardagamenn á UFC 194 kvöldinu sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 03.00 aðfaranótt sunnudags sat Demian Maia fyrir svörum á fjölmiðladeginum í gær. Brasilíumaðurinn Maia mætir Gunnari Nelson í búrinu á laugardaginn, en þessi þrautreyndi bardagakappi er í sjötta sæti á styrkleikalista veltivigtarinar í UFC. Gunnar er í 12. sæti.Sjá einnig:Þetta er maðurinn sem ætlar að vinna Gunnar Nelson á laugardaginn Margir áhugamenn um UFC og blandaðar bardagalistir hafa viljað sjá Maia og Gunnar berjast í langan tíma því þeir eru taldir tveir af allra bestu gólfglímumönnum heims. Báðir eru með svarta beltið í brasilísku jiu jitsu. „Þú talaðir nú sjálfur um þennan bardaga fyrir löngu síðan,“ sagði Maia hress í viðtali við MMA-stjörnublaðamanninn Ariel Helwani í gær.Demian Maia situr fyrir svörum í gær.vísir/gettyVill berjast aftur um titilinn Maia er ósáttur við stöðu sína á styrkleikalistanum og finnst hann ekki njóta nógu mikillar virðingar. Honum finnst hann eiga vera ofar og vill fá tækifæri til að bera heimsmeistarabeltið um mittið.Sjá einnig:UFC-veisla í Vegas „Ég vil berjast um titilinn aftur. Ef það hjálpar mér á þeirri leið að vinna Gunnar þá er það besta mál. Ég vona bara að ef ég vinni þá njóti sigurinn virðingar. Ég er enn í sjötta sæti þrátt fyrir að vinna síðast,“ sagði Maia sem viðurkennir að hann tók snemma eftir Gunnari Nelson. „Ég sá hann þegar hann var að byrja í UFC. Þá voru margir að tala um hann. Fólk var mjög hrifið af því hvernig hann notaði jiu jitsu og var að klára bardaga. Þá fór fólk fyrst að tala um að við gætum barist og nú er komið að því.“Gunnar kom á óvart með frábærum höggleik gegn Brandon Thatch.vísir/gettyTil í að fara í gólfið Maia er enginn vélbyssukjaftur frekar en Gunnar og ber mikla virðingu fyrir mótherjum sínum. Hann segir okkar mann betri en sjálfan sig í einum hlut en þegar kemur að gólfglímu er ekki spurning um hvor sé betri.Sjá einnig:Gunnar kýlir miklu fastar en Conor | Sjáðu fyrstu dagbókina „Gunnar er líklega aðeins betri að kýla. Ég veit samt ekki hvert bardaginn fer, en Gunnar hefur meiri trú á höggunum sínum en ég á mínum. Ég er samt betri í gólfglímu. Hann er góður í jiu jitsu en ég er samt betri,“ sagði Maia. „Hann segist vilja fara í gólfið. Kannski verður hans taktík að halda bardaganum standandi en hann segist vilja fara í gólfið. Hann segist ekki vera hræddur við mig í gólfinu og vill spreyta sig gegn mér þannig við sjáum bara til,“ sagði Demian Maia. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00 Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00 Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45 Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00 Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Sjá meira
Kúrekarnir hafa tekið yfir MGM Grand Blaðamaður Vísis átti von á því að sjá háværa Íra um allt MGM Grand-hótelið en þess í stað er hótelið stóra í Las Vegas yfirfullt af kúrekum. 10. desember 2015 12:00
Gunnar og Conor gera jafnvægisæfingar í sólinni | Sjáðu nýju UFC dagbækurnar Gunnar Nelson og Conor McCregor fara óhefðbundnar leiðir í undirbúningi sínum fyrir UFC 194. 9. desember 2015 13:00
Gunnar Nelson: Gæði sigranna skiptir meira máli en fjöldi þeirra Gunnar Nelson átti þriðju bestu ummælin á fjölmiðladegi UFC 194 í gær. 10. desember 2015 10:45
Víkingaför Gunnars Nelson um heiminn Gunnar Nelson heyr sinn sjöunda UFC-bardaga á ferlinum aðfaranótt sunnudags þegar hann glímir við Demian Maia. Stokkhólmur er eini staðurinn þar sem honum hefur ekki tekist að vinna sigur í UFC. 9. desember 2015 07:00
Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. 9. desember 2015 23:30