Eigum við ekki að fara að segja þetta gott, Ólafur? Arnar Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar