Eigum við ekki að fara að segja þetta gott, Ólafur? Arnar Þór Stefánsson skrifar 14. desember 2015 10:00 Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forseta Íslands. Sæll herra Ólafur Ragnar. Takk fyrir góð störf sem forseti á undanförnum tæpum 20 árum. Framlag þitt til beins lýðræðis á Íslandi með tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þína tilstuðlan verður lengi í minnum haft. Þá varstu öflugur talsmaður okkar þjóðar þegar mest varði. Þú hefur gert margt gott sem forseti, en sumt síður, eins og gengur. Tuttugu ár eru langur tími – sérstaklega fyrir einn mann á forsetastóli. Um leið og ég þakka þér góð og gagnmerk störf vildi ég líka nefna við þig að mér þykir sem nú sé kominn tími til að þú látir af embætti. Vildi segja þér það umbúðalaust. Þú sagðir sjálfur í kosningabaráttunni 1996 að átta ár sem forseti væri hæfilegur tími. Nú hefurðu setið í embætti tólf árum betur. Þú ert sá núverandi þjóðkjörni þjóðarleiðtogi í Vestur-Evrópu sem ert þaulsetnastur. Í Evrópu allri hefur Alexaner Lúkasjenkó í Hvíta Rússlandi einn setið lengur. Ekki viljum við bera okkur saman við hann. Það er hægt að skilja rök þín fyrir því að sérstakar aðstæður árið 2012 hafi kallað á veru þína eitt kjörtímabil í viðbót. Slíkar aðstæður eru ekki fyrir hendi nú. Ekkert í stöðu stjórnmála eða þjóðmála hérlendis á þessum tímapunkti kallar á að þú verður forseti fjögur ár í viðbót. Að fara fram einu sinni enn er of langt gengið. Í gestaþætti Hávamála er mælst gegn því að menn séu of þaulsetnir. Mikilvægt er að þekkja sinn vitjunartíma. Þetta á við þig sem aðra. Enginn er ómissandi. Ég vil einnig gjarnan að þú látir okkur vita sem fyrst að nóg sé komið. Þá er ég m.a. að hugsa til alls þess góða fólks sem hefði áhuga á að bjóða sig fram næsta sumar. Það þarf tíma til að taka svo stóra ákvörðun sem framboð til forseta er. Það þarf líka tíma til að undirbúa framboð. Ég veit að það er fjöldi öflugra einstaklinga sem gæti tekið þetta verkefni að sér. Ég skora á þig að taka af öll tvímæli um að nú sé komið gott í næsta nýársávarpi. Ágæti herra Ólafur. Nú þegar mér þykir að leiðarlokum komið hjá þér vildi ég ítreka þakkir mínar fyrir það góða sem þú gerðir fyrir land og þjóð. Hafðu það sem best.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar