Skilaboð frá toppAra Ari Trausti Guðmundsson skrifar 15. desember 2015 07:00 Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Tengdar fréttir Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00 Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00 Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hef skrifað um margt sem að mér snýr í blöðin en afar sjaldan um heilbrigðismál. Nú ætla ég að taka til mín nýleg orð Sigmundar Davíðs forsætisráðherra. Ég er nefnilega toppari - sem sagt Ari sem hef gaman af háum toppum og bý við þá gæfu að vera vel heilsuhraustur. En ég þekki til margra sem eru það ekki og ég hef snertifleti við fólk í heilbrigðisgeiranum. Burtséð frá því að vera toppari hvað heilsu og áhugamál snertir vil ég koma skilaboðum til Sigmundar og margra annarra sem um heilbrigðismálin véla, til hliðar við stóru orðin sem tíðkast: Gagnrýnin á hann og aðra snýst ekki um innræti þingmanna eða nudd hvort þessi ríkisstjórn hafi gert betur en sú síðasta. Hún snýst um að hjartans kerfi þjóðarinnar, heilsugæslan og spítalakeðjan, er ekki aðeins rekið undir ásættanlegri getu heldur liggur leið þess áfram niður á við. Hún snýst um gagnrýni á rangar ákvarðanir um fjármögnun brýnnar samfélagsþjónustu í heilbrigðisgeiranum. Hún beinist að afneitun á skýrum, hóflegum og rökstuddum lágmarkskröfum svo tryggja megi öryggi allra er veikjast og meiðast. Hvorki Sigmundur Davíð, Bjarni Benediktsson né Vigdís Hauksdóttir geta fundið lækni, svo dæmi sé tekið, innan kerfisins sem er ósammála kröfunum. Eða telur ekki skyldu ríkisvaldsins að virða þær og horfa opnum augum inn í spítalana sem eru að kikna. Þetta eru ekki freklegar kröfur þrýstihóps eða tuð sérhagsmunafólks. Beiðnirnar eiga sér almennan samfélagsstuðning. Sá sem kveinkar sér undan þeim eða vísar þeim hofmóðugur frá er ekki í jarðsambandi við umbjóðendur sína. Fyrirfram teknar ákvarðanir um hallalaus fjárlög eða oftryggð við óbreytanlegar upphæðir til þúsund lagaliða eiga hér ekki við. Heilbrigðiskerfi með lágmarksgetu, að mati allra sem þar starfa, varða sjálfa viðveru okkar mitt á meðal Sigmundar Davíðs og þeirra hinna. Færi svo, sbr. dæmi Kára Stefánssonar um inngrip í hættulegt hjartagáttatif, að einhver sem nú neitar Lansanum um bráðnauðsynlegt viðbótarfé, þyrfti á inngripinu að halda, sætti hann eða hún sig þá við svarið: „Nei, það má bara gera 60 aðgerðir á ári. Vinsamlega reyndu aftur á næsta ári. En fáirðu heilablóðfall sem oft fylgir tifinu, leitaðu þá læknis.“ Í þennan aðgerðapott vantar rúmar 50 milljónir til að sinna lágmarksfjölda aðgerða (150). Heyri ég einhvern spyrja: „Hvar á finna milljónir?“ Þau eru auðveld, pennastrikin.
Toppari Íslands Fyrir allmörgum árum var ég staddur í samkvæmi þar sem einn af gestunum gerði sig stöðugt meira gildandi. Það var sama hvaða umræðuefni kom upp, alltaf tróð maðurinn sér inn í samtölin (stundum fleiri en eitt í einu) eða talaði yfir fólk til að útskýra að hann vissi meira um málið en aðrir, hann hefði gert hlutina öðruvísi og betur. 11. desember 2015 07:00
Einnota ríkisstjórn Það er orðið lýðum ljóst að ríkisstjórn Sigmundar Davíðs mun ekki sitja lengur en sem nemur kjörtímabilinu. Ástæðan er margþætt og það á við hér eins og segir í Geirmundarsögu Heljarskinns að: "það renna margir orsakalækir að einum ósi örlaga.“ 10. desember 2015 07:00
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar