Gunnar var tekinn ansi illa í bardaganum gegn Maia en hinn þrautreyndi Brasilíumaður hafði mikla yfirburði gegn okkar manni og sannaði hversu sterkur hann er í gólfglímu.
Sjá einnig:Conor um bardaga Gunnars: Hjarta mitt brast
Gunnar er nú búinn að tapa tveimur af síðustu þremur bardögum sínum en hann lætur það ekki stoppa sig heldur bara áfram.
Að neðan má sjá bardaga Gunnars og Maia í heild sinni.
Sjá einnig: Maia sló Gunnar 193 sinnum
Hann þakkar svo öllu fólkinu í kringum sig; vinum, fjölskyldu, föður sínum, Jóni Viðari Arnþórssyni, þjálfaranum John Kavanagh og öllum sem hafa hjálpað honum og stutt í gegnum árin.
„Takk fyrir að vera eins og klettur við bakið á mér i gegnum súrt og sætt. Ég er rétt að byrja," segir Gunnar Nelson.