Lilja Rafney vonar að hífaði þingmaðurinn hugsi sinn gang Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 17. desember 2015 10:42 „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm „Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið. Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
„Ég held að viðkomandi hafi tekið það til sín og viti hvað lá undir. Þetta er bara algjörlega mín upplifun og ég fer ekkert ofan af því,“ segir Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna. Lilja Rafney vakti athygli á löngum þingfundi í gær að þingmaður væri undir áhrifum. „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney í ræðustól Alþingis í gær. Viðbrögð þingforseta, Einars K. Guðfinssonar, voru stutt: „Ha?“ sagði Einar og gerði Ragnheiður Ríkharðsdóttir athugasemd við fundarstjórn forsetans. „Ég ætla ekki að tjá mig neitt meira um það að sinni,“ segir Lilja Rafney í samtali við Vísi. „Ég held að það sé ekki aðalatriðið.“Ræðu Lilju Rafneyjar frá því í gærkvöldi má sjá hér að neðan.Vonandi að viðkomandi haldi áfengi utan þingsins Aðspurð hvort hún hafi fengið sterk viðbrögð á þingi og hvort kollegar hennar séu henni sammála svarar hún: „Ég ætla ekkert að tjá mig mikið meira um þetta. Mér finnst bara að svona hlutir eigi ekki að vera með þessum hætti.“ Önnur umræða um fjárlagafrumvarpið fór fram í gærkvöldi og stóð í sex klukkutíma en þingfundi var frestað á miðnætti. „Það er vonandi að viðkomandi spái í því í framhaldinu, að halda slíku utan þingsins,“ segir Lilja Rafney. „Það skiptir ekki máli hvort það sé lítið eða mikið – það fer yfirleitt ekki milli mála. Ég vil annars ekki segja meira um þetta.“Fjölmörg dæmi um áfengi á Alþingi Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður, sagði í samtali við Mbl.is árið 2009 að það væri vel þekkt að þingmenn væru undir áhrifum áfengis í þingsal. Það hefði hins vegar liðið undir lok með tíunda áratugnum. Þá baðst Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá þingmaður Samfylkingar, afsökunar á því að hafa verið undir áhrifum áfengis í ræðustól Alþingis í ágúst 2009. Honum hefðu orðið á mistök en hann hefði fengið sér rauðvín með mat fyrr um kvöldið.
Alþingi Tengdar fréttir Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Pallborðið: Síðasta einvígið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ Sjá meira
Segir þingmann í salnum undir áhrifum „Það er ekki hægt að láta bjóða sér það að menn séu flissandi hérna úti í sal undir áhrifum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir. 16. desember 2015 19:51