Dagar Þróunarsamvinnustofnunar taldir Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2015 20:16 Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Ætla að knýja Flatey með sólarorku Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02
Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15
Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00
Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30