Dagar Þróunarsamvinnustofnunar taldir Heimir Már Pétursson skrifar 17. desember 2015 20:16 Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Þróunarsamvinnustofnun verður lögð niður um áramótin og verkefni hennar færð undir utanríkisráðuneytið, en stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar tókust hart á um það á Alþingi í dag hvort taka ætti frumvarp þar að lútandi til lokaumræðu. Atkvæðagreiðslu eftir lok annarrar umræðu fjárlaga lauk í gærkvöldi og hafði þá staðið yfir í 92 klukkustundir að fyrstu umræðu meðtalinni. Þegar forseti Alþingis setti síðan þingfund í morgun hafði hann sett afar umdeilt frumvarp utanríkisráðherra um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður efst á dagskrána að loknum óundirbúnum fyrirspurnum og þá varð fjandinn laus eina ferðina enn. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna sem barist hefur gegn því að stofnunin verði lögð niður frá því frumvarp utanríkisráðherra var lagt fram á þingi síðast liðinn vetur. Stjórnarandstaðan lagði fram dagskrártillögu um að málið yrði fært aftur fyrir húsnæðisfrumvörp félagsmálaráðherra sem meira lægi á að ræða og koma til nefndar fyrir jól, en hún var felld eftir harkalegar umræður. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra sakaði stjórnarandstöðuna um að ætla að svíkja samkomulag frá því síðast liðið vor um að þrjú mál, Þróunarsamvinnustofnun, frumvarp fjármálaráðherra um opinber fjármál og frumvarp um sanngirnisbætur til þeirra sem sættu misnotkun á Landakoti yrðu afgreidd á yfirstandandi haustþingi. Stjórnarflokkarnir hafi staðið við sitt varðandi sanngirnisbæturnar. „Formaður Samfylkingarinnar háttvirtur, Árni Páll Árnason, segist ekki hafa gert neitt samkomulag. En það gerði sannarlega þingflokksformaður hans. Sem ég trúi ekki að ætli enn og aftur að svíkja það sem hann jafnvel undirritar hér í þingsal. Hvernig er komið fyrir Alþingi þegar menn haga sér með þessum hætti,“ sagði utanríkisráðherra. „Það er út af fyrir sig rétt að hér var samið um að þetta mál kæmi á dagskrá eftir aðra umræðu fjárlaga. En eins og ég hef ítrekað sagt þá var aldrei samið um að það kæmi á dagskrá strax eftir,“ sagði Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og uppskar mikinn hlátur stjórnarþingmanna. „Það er ákvörðun stjórnarmeirihlutans,“ bætti Helgi við. „Hitt hlýtur að vekja athygli okkar allra að menn vilja ekki hafa þau forgangsmál sem þeir sjálfir segja að séu, húsnæðismálin í landinu, hér á dagskrá fundarins. En það er þeirra val,“ sagði Helgi. „Þetta snýst allt um Þróunarsamvinnustofnun, það er heila geimið,“ kallaði Vigdís Hauksdóttir þá fram í. „Þetta er þvílíkt rugl. Já, já það er til undirritað háttvirtur þingmaður Helgi Hjörvar sem mætti nú fara að læra að standa við orð. Það er til undirritað, það er til undirritað og það er búið að fara yfir það með ykkur hrapparnir ykkar. Það er nú bara einfaldlega þannig,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Tengdar fréttir Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02 Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15 Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00 Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Össur Skarphéðinsson: „Framsóknarmenn vitibornar verur“ Þingmenn, aðallega þingmenn stjórnarandstöðunnar, ræddu frumvarp um breytingar á högum Þróunarsamvinnustofnunar í allan dag. 18. nóvember 2015 20:02
Pirringur og hnútukast á Alþingi Enn á eftir að afgreiða fjárlög, fjáraukalög, frumvarp um opinber fjármál, bandorminn, frumvarp um RÚV og Þróunarsamvinnustofnun. 15. desember 2015 20:15
Sakar þingminnihluta um svik Samkomulagi á að hafa verið náð milli stjórnar og stjórnarandstöðu um að ljúka umræðum um Þróunarsamvinnustofnun Íslands. Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra kallaði umræðu í þinginu firringu. 18. desember 2015 08:00
Stjórnarandstaðan ræðir Þróunarsamvinnustofnun í þaula Stjórnarandstaðan frestar atkvæðagreiðslu um að leggja Þróunarsamvinnustofnun niður með löngum umræðum. 19. nóvember 2015 19:30