Líkur á hvítum jólum um land allt Birgir Olgeirsson skrifar 18. desember 2015 11:25 Allar líkur eru á hvítum jólum um land allt, gangi spár eftir. Vísir Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost. Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Útlit er fyrir góða færð þannig að allir komist heim fyrir jólin, og að hvít jól verði um allt land. Þetta er samkvæmt spá sem Þorsteinn Jónsson veðurfræðingur gerði í morgun. „Það verður fremur kalt í veðri og einhver ofankoma, snjókoma norðan og austanlands einkum og jafnvel eitthvað suðvestanlands um tíma,“ sagði Þorsteinn við fréttastofu 365 í morgun. Sagði hann veðrið eiga að haldast svona fram að aðfangadag, næstkomandi fimmtudag. „Það lítur út fyrir það. Það virðist vera góð spáin fyrir aðfangadag. Frekar hæg norðanátt, dálítil él, kannski eitthvað aðeins hvassara á Austfjörðum og gæti snjóað þar.“ Spurður hvort það verði hvít jól um allt land sagði Þorsteinn það líta þannig út í dag. Vísir sagði frá því á þriðjudag að allar líkur yrðu á hvítum jólum samkvæmt langtímaspá.Sjá einnig: Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadagEn það er ekki bara að horfur séu á góðri færð á vegum um allt land, heldur verður flugveður líka með ágætum, gangi spáin eftir. Í dag má búast við austlægri átt, 8 – 13 metrum á sekúndu, dálítil él á víð og dreif, en hvessir í nótt. Norðaustan 15-23 metrar á sekúndu á morgun, hvassast við suðausturströndina og víða slydda eða snjókoma, en úrkomulítið vestanlands. Dregur úr vindi og úrkomu annað kvöld. Hiti frá frostmarki með suðurströndinni, niður í 12 stiga frost í innsveitum norðaustanlands. Veðurhorfur næstu daga samkvæmt textaspá Veðurstofu Íslands: Á sunnudag: Norðan 8-13 m/s og él, en bjartviðri V-lands og líkur á snjókomu S-lands um kvöldið. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á mánudag: Austanátt 10-18 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda S-lands og hiti kringum frostmark, en dálítil él fyrir norðan og frost að 10 stigum. Á þriðjudag og miðvikudag (Þorláksmessa): Norðaustlæg eða breytileg átt á snjókoma eða él, einkum N- og A-til. Frost 0 til 7 stig, minnst syðst. Á fimmtudag (aðfangadagur jóla): Útlit fyrir fremur hæga norðlæga átt og él á víð og dreif, en hvassari og jafn vel snjókoma austast. Talsvert frost.
Jólafréttir Veður Tengdar fréttir Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Sjá meira
Langtímaspá gerir ráð fyrir snjókomu og frosti víðast hvar á aðfangadag Á fimmtudag dregur til tíðinda þegar dýpkandi lægð nálgast landið sunnan úr hafi. 15. desember 2015 09:11