Útópísk einstefna Gunnar Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2015 07:00 Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Fyrsti 1001 dagurinn: Ungbörn geta ekki beðið! Anna María Jónsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun