Útópísk einstefna Gunnar Páll Tryggvason skrifar 3. desember 2015 07:00 Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þrengt er að bílaumferð í Reykjavík með markvissum hætti. Þessar breytingar læðast að okkur í litlum skrefum en eru smám saman að skerða lífsgæði okkar. Hversu margar mínútur hafa bæst við daglegar bílferðir þínar undanfarinn áratug? Hversu mikið kostar það þig í töpuðum vinnustundum eða frítíma? Eru stjórnendur skipulagsmála farnir að teygja sig of langt í túlkununum sínum á vilja borgarbúa til stuðnings fyrir sínar aðgerðir? Á dögunum birtist í Morgunblaðinu greinin „Hraðaminnkun bara lítið skref“ þar sem vísað er til stuðnings íbúa míns hverfis fyrir nýjustu aðgerðum borgarinnar í samgöngumálum. Í greininni segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur, Hjálmar Sveinsson, eftirfarandi: „Ég tel engan vafa leika á því að æskilegast væri að minnka umferðarhraðann á Hringbraut, Miklubraut og Sæbraut að hluta“. Til stuðnings þessu fyrirhugaða næsta skrefi skipulagsráðs að lækka hámarkshraða á Miklubraut um Hlíðar, úr 60 í 50 km/klst. vísar Hjálmar til þess að „íbúar í Hlíðunum hafi gert kröfu um úrbætur í umferðarmálum“. Ég bý í Hlíðunum og það er rétt að íbúar hér hafa gert kröfur um úrbætur í umferðarmálum, en ólíkt því sem Hjálmar gefur í skyn þá er okkar reynsla af samskiptum við borgina sú að lítið er hlustað á þarfir íbúa. Í kjölfar fjölda beiðna og undirskriftasöfnunar tókst okkur íbúum hverfisins loks að fá fund með fulltrúum Reykjavíkurborgar þann 8. október sl. Eini tilgangur þessa fundar var að ítreka ósk okkar um hljóðmön enda umferðarhávaði í hverfinu víða yfir heilsufarsmörkum.Afvegaleiddu umræðuna Á fundinum, sem stýrt var af nokkrum starfsmönnum borgarinnar, afvegaleiddu þeir umræðu um hljóðmön en þess í stað kynntu starfsmennirnir m.a. fyrirætlanir borgarinnar um lækkun umferðarhraða sem ætti að leysa málið. Við íbúarnir vorum mjög vonsviknir að ekkert skyldi hlustað á okkar sjónarmið. Enginn vilji var til að reisa hljóðmön sem hjálpar okkur að lifa með umferðinni heldur þyrftum við að bíða eftir skrefum borgarinnar til þess að láta okkur lifa án hennar. Svo er látið líta út fyrir að við íbúar Hlíðanna séum að þrýsta á þessa lækkun hámarkshraða. Maður spyr sig hvort vilji íbúa annarra hverfa sé mistúlkaður með sama hætti til þess að réttlæta aðgerðir borgarinnar á þeim svæðum. Eftir lestur þessarar greinar í Morgunblaðinu fór ég að leiða hugann að öllum þessum litlu skrefum sem tekin hafa verið til að þrengja að bílasamgöngum. Lítið hefur verið fjárfest á undanförnum árum í að auðvelda bílaumferð í borginni s.s. með mislægum gatnamótum, stokkum, viðgerðum eða nýjum akreinum (nema fyrir Strætó). Þess í stað eru götur þrengdar og hægt á umferð svo hún stíflast á sífellt fleiri stöðum. Borgin hefur unnið gott starf í að bæta suma samgöngukosti s.s. með göngu- og hjólastígum. Spurning mín er hvort endilega þurfi að gera aðra kosti verri á sama tíma? Vísað er í hjólamenningu ýmissa borga en engin þeirra er staðsett á sama breiddarbaug og Reykjavík. Eins umhverfisvænt og rómantískt sem það hljómar að fleiri hjóli og nýti almenningssamgöngur þá eru veðurfar, skammdegið og tíðni almenningssamgangna hérlendis engan veginn samanburðarhæf við þær borgir sem miðað er við. Borgarbúar vilja greiðari umferð og styttri ferðatíma. Með því að stífla enn frekar helstu samgönguæðar borgarinnar eins og Miklubraut og Sæbraut er enn eitt skrefið tekið í átt að þeirri draumsýn að bílinn gegni afar takmörkuðu hlutverki í samgöngum borgarbúa. Afleiðingar þess eru lengri ferðatími og skert lífsgæði. Barátta íbúa míns litla hverfis í Reykjavík má síns lítils gegn stóra plani stjórnenda borgarinnar. Ég tel næsta víst að þetta sé ekki plan meirihluta borgarbúa né fulltrúa okkar í borgarstjórn heldur frekar útópísk einstefna ákveðinna einstaklinga sem nú ráða í skipulagsmálum. Hversu mikið þurfa bílasamgöngur að versna svo hinn þögli meirihluti taki í stýrið?
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar