Malik og Farook komu til Chicago í júlí 2014 Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2015 13:29 Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Mynd/Bandaríska landamæraeftirlitið Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn. Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook komu til Bandaríkjanna í Chicago í júlí á síðasta ári eftir heimsókn Farook til Sádi-Arabíu. Parið skaut fjórtán manns til bana á jólaskemmtun í San Bernardino í Kaliforníu í síðustu viku. Bandarísk yfirvöld hafa nú birt mynd úr öryggismyndavél á flugvellinum í Chicago þar sem þau sjást fara í gegnum vegabréfaeftirlit. Parið var þá nýkomið frá Sádi-Arabíu þar sem þau höfðu gift sig og farið í pílagrímsferð til Mekka.Að sögn AP hafði parið orðið róttækt í skoðunum yfir lengri tíma og stundað skotæfingar á skotæfingasvæðum í Bandaríkjunum. Síðasta æfingin hafi verið einungis fjórum dögum áður en þeir skutu fjórtán og særðu 21 á jólaveislu vinnustaðar Farook í San Bernardino í Kaliforníu.Starfaði sem eftirlitsmaðurFarook starfaði sem eftirlitsmaður á veitingastöðum í San Bernardino. Hann var fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum af pakistönskum foreldrum sínum. Malik var pakistanskur innflytjandi sem kom til Bandaríkjanna og fékk dvalarleyfi eftir að hafa kvænst Farook. Farook og Malik féllu nokkrum klukkutímum eftir árásina eftir skotbardaga við lögreglu.Bróðirinn ötull baráttumaður gegn hryðjuverkumÁ sama tíma og Farook varð æ róttækari í skoðunum sínum hafði eldri bróðir hans – Syed Raheed Farook – unnið ötullega gegn hryðjuverkum. Reuters greinir frá því að eldri Farook-bróðirinn hafi fengið tvær viðurkenningar frá bandaríska sjóhernum fyrir framlag sitt í stríðinu gegn hryðjuverkum.Sjá einnig: Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Bræðurnir ólust báðir upp undir sama þaki, fóru í sama skóla og áttu marga sameiginlega vini. Enn er ekki vitað hvað olli því að yngri bróðirinn varð róttækur í skoðunum sínum. Shakib Ahmed, vinur bræðranna, segir í samtali við Reuters að yngri Farook-bróðirinn hafi verið alvarlegri og trúaðri en eldri bróðirinn. Einungis eldri bróðirinn gat fengið þann yngri til að breyta skapi. „Hann var vingjarnlegur við allra, en var ráðandi í eðli sínu. Hann gat öskrað á bróður sinn,“ segir Ahmed.Hittust á stefnumótasíðuSkömmu fyrir árásina í síðustu viku lýsti Malik trúmennsku við leiðtoga ISIS-samtakanna. Í enskumælandi útvarpsþætti ISIS-samtakanna er parinu lýst sem „hermönnum kalífadæmisins“ sem „féllu á vegi Allah“, segir AFP. James Comey, yfirmaður FBI, hefur áður sagt að ekkert bendi til þess að ISIS hafi skipulagt árásina með beinum hætti.Sjá einnig: Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu Reuters greinir frá því að Farook hafi skráð sig á stefnumótasíðu fyrir múslima árið 2013 þar sem hann sagðist vera að læra Kóraninn utanbókar og að hann leitaði að konu sem „tæki trú sína alvarlega og reyndi alltaf að bæta sig í trúnni og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama.“ Þau Malik og Farook áttu saman sex mánaða gamalt barn.
Tengdar fréttir Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01 Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24 Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira
Parið í San Bernardino var með vopnabúr á heimili sínu „Það var greinilega eitthvað í bígerð.“ 3. desember 2015 00:01
Obama segir þjóðina ekki láta skotárásina skelfa sig Skotárás á jólaveislu starfsfólks miðstöðvar fyrir fólk með þroskahömlun rannsökuð sem hryðjuverk. 5. desember 2015 14:24
Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær. 3. desember 2015 10:54