Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 10:54 Árásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Vísir/AFP Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles. Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira
Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles.
Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Innlent Fleiri fréttir Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Sjá meira
Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42