Fjöldamorðin í Kaliforníu: Parið var nýbúið að eignast sitt fyrsta barn Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2015 10:54 Árásin er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Vísir/AFP Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles. Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira
Þau Tashfeen Malik og Syed Rizwan Farook, sem skutu fjórtán manns til bana og særðu sautján í San Bernardino í Kaliforníu í gær, höfðu eignast sitt fyrsta barn fyrir hálfu ári. Árás gærdagsins er sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá því að 26 manns voru drepnir í skóla í Newtown í Connecticut árið 2012. Þau Malik og Farook féllu sjálf í bíl sínum eftir skotbardaga við um tuttugu lögreglumenn.Í frétt LA Times segir að hin 27 ára Malik og hinn 28 ára Farook höfðu skilið sex mánaða dóttur sína eftir hjá móður Farook og sagt að þau væru á leið til læknis. Síðar hafi þau hafið skothríð á The Inland Regional Center sem þjónustar fólk með þroskahömlun, en svo virðist sem árásin hafi ekki verið beint gegn skjólstæðingum stofnunarinnar.Giftust fyrir tveimur árumFarook er lýst sem hljóðlátum og hlédrægum manni, en þau Malik giftust fyrir tveimur árum. Hann starfaði sem eftirlitsmaður hjá heilbrigðisyfirvöldum sveitarfélagsins. Farook fæddist í Chicago, en foreldrar hans höfðu áður flutt til Bandaríkjanna frá Suðaustur-Asíu. LA Times hefur þetta eftir Hussam Ayloush, yfirmanni hjá samtökum múslíma í Bandaríkjunum. Faðir Farook, sem einnig heitir Syed Farook, segir í samtali við New York Daily News að hann sé í áfalli vegna fréttanna af syni sínum. „Ég hef ekki heyrt neitt um þetta. Hann var mjög trúaður. Hann fór í vinnuna og kom heim og bað. Hann er múslími,“ segir faðirinn.Vísir/AFPFór til Sádi-Arabíu og kom aftur með konuSamstarfsmenn Farook greina frá því að hann hafi farið til Sádí-Arabíu fyrir nokkru síðan og komið aftur með konu sem hann sagðist hafa kynnst á netinu. Hann sagði þeim að hún væri lyfjafræðingur. Farook hafði starfað hjá heilbrigðisyfirvöldum um fimm ára skeið, verið vel liðinn, þögull og hlédrægur. „Hann hafði nýverið eignast barn og virtist upplifa ameríska drauminn með konu sinni,“ segir samstarfsfélaginn Patrick Baccari í samtali við LA Times. Baccari segir að hann hafi sjálfur setið á sama borði og Farook í jólaveislunni. Farook hafi svo horfið skyndilega og skilið jakka sinn eftir á stólnum. Baccari var sjálfur á salerninu þegar skothríðin hófst.Yfirgaf veisluna í uppnámiAð sögn Jarrod Burguan, lögreglustjóra San Bernardino, á Farook að hafa yfirgefið veisluna reiður og í miklu uppnámi. Lögregla telur þó að ákvörðun um árásina hafi ekki verið tekin skyndilega, heldur að hún hafi verið skipulögð. Mágur Farook, Farhan Khan, ræddi við fjölmiðla skömmu eftir árásirnar þar sem hann fordæmdi verknaðinn. „Ég hef ekki hugmynd um af hverju hann gerði þetta. Ég er í áfalli.“ San Bernardino er um 200 þúsund manna borg, um 100 kílómetrum austur af Los Angeles.
Tengdar fréttir Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Sjá meira
Árásarmennirnir felldir í aðgerðum lögreglu Par á þrítugsaldri var skotið til bana, grunað um að hafa orðið fjórtán manns til bana í San Bernardino í Bandaríkjunum. 3. desember 2015 07:42