Fréttablaðið stendur við forsíðufrétt gærdagsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 09:40 Kristín Þorsteinsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert í forsíðufrétt blaðsins í gær sem gefi ástæðu til að bera efnisatriði þar til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni. Fréttin, sem bar fyrirsögnina „Íbúð í Hlíðunum útbúin til nauðgana,“ vakti mikla athygli en í henni er fjallað um meint kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum. Um tvö aðskilin mál er að ræða þar sem tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Síðdegis í gær sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kom að „sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Þetta útskýrði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, síðar um daginn og sagði að ekki hafi verið rétt að íbúðin hafi verið „sérútbúin.“ Um þetta segir aðalritstjóri Fréttablaðsins: „Það sem yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur við hana að athuga er, að sagt sé að íbúðin hafi verið „sérútbúin“ eins og lögfræðingurinn orðar það. Hvergi er það orð að finna í frétt okkar, hvorki í gær né í fyrri fréttum um málið. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því, að tól og tæki í íbúðinni hafi verið gerð upptæk. Það sem skiptir máli er, að kærur, sem staðfesta fréttirnar, eru komnar fram.“ Fram kom í viðtali við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmanns, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hann hefur sent kröfubréf á Kristínu Þorsteinsdóttur fyrir hönd þeirra kærðu í málinu. Þar er gerð krafa um leiðréttingu fréttarinnar og afsökunarbeiðni auk þess sem mennirnir fara hvor um sig fram á 10 milljónir króna í miskabætur. Hlíðamálið Tengdar fréttir Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Kristín Þorsteinsdóttir, aðalritstjóri Fréttablaðsins, segir ekkert í forsíðufrétt blaðsins í gær sem gefi ástæðu til að bera efnisatriði þar til baka. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá henni. Fréttin, sem bar fyrirsögnina „Íbúð í Hlíðunum útbúin til nauðgana,“ vakti mikla athygli en í henni er fjallað um meint kynferðisbrot sem eiga að hafa átt sér stað í íbúð í Hlíðunum. Um tvö aðskilin mál er að ræða þar sem tveir menn hafa verið kærðir fyrir nauðgun. Síðdegis í gær sendi lögreglan svo frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem fram kom að „sumt í umfjöllun fjölmiða er ekki í samræmi við fyrirliggjandi rannsóknargögn lögreglu.“ Þetta útskýrði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, síðar um daginn og sagði að ekki hafi verið rétt að íbúðin hafi verið „sérútbúin.“ Um þetta segir aðalritstjóri Fréttablaðsins: „Það sem yfirlögfræðingur á skrifstofu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hefur við hana að athuga er, að sagt sé að íbúðin hafi verið „sérútbúin“ eins og lögfræðingurinn orðar það. Hvergi er það orð að finna í frétt okkar, hvorki í gær né í fyrri fréttum um málið. Fréttablaðið hefur staðfestar heimildir fyrir því, að tól og tæki í íbúðinni hafi verið gerð upptæk. Það sem skiptir máli er, að kærur, sem staðfesta fréttirnar, eru komnar fram.“ Fram kom í viðtali við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmanns, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun að hann hefur sent kröfubréf á Kristínu Þorsteinsdóttur fyrir hönd þeirra kærðu í málinu. Þar er gerð krafa um leiðréttingu fréttarinnar og afsökunarbeiðni auk þess sem mennirnir fara hvor um sig fram á 10 milljónir króna í miskabætur.
Hlíðamálið Tengdar fréttir Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00 Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00 Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40 Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Segir ekki refsivert að eiga tæki og tól Yfirlögfræðingur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir farbanni sjaldnast beitt gegn íslenskum ríkisborgurum. Tveir menn sem grunaðir eru um kynferðisbrot eru taldir vera farnir úr landi. 10. nóvember 2015 07:00
Íbúð í Hlíðunum var útbúin til nauðgana Tveir karlar grunaðir um hrottaleg kynferðisbrot ganga lausir. 9. nóvember 2015 06:00
Þótti ekki ástæða til að fara fram á gæsluvarðhald yfir sakborningum Hart deilt á lögregluna vegna ákvörðunarinnar. 9. nóvember 2015 10:40
Birtir myndband úr íbúð meints nauðgara í Hlíðunum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður, birti í nótt myndband á Facebook-síðu sem hann segir að sé úr íbúð í Hlíðunum þar sem þar sem talið er að tvær árásir í tveimur að aðskildum kynferðisbrotamálum hafi átt sér stað. 10. nóvember 2015 07:31