Leggur til að þingmenn fari í verkfall í nefndum Alþingis vegna málaþurrðar ríkisstjórnarinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 14:24 Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata vísir/Valli Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“ Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðu hófu þingfund í dag á því að gagnrýna skort á þingmálum frá ráðherrum en málið var rætt undir liðnum fundarstjórn forseta. Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hóf umræðuna og sagði þingnefndir hafa lítið að gera þar sem fá mál væru komin inn í þingið frá ríkisstjórninni. Sagði Brynhildur þetta setja þingstörfin í uppnám en samkvæmt starfsáætlun þurfa ný þingmál sem ræða á nú á haustþingi að berast skrifstofu þingsins fyrir nóvemberlok. Séu mál lögð fram síðar þarf að samþykkja með afbrigðum að taka málið á dagskrá en Brynhildur sagði að þingmenn Bjartrar framtíðar myndu ekki samþykkja slíkt.Sjá einnig: Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Þingmenn úr röðum Samfylkingar, Vinstri grænna og Pírata tóku undir orð Brynhildar, auk flokksfélaga hennar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, sagði það ánægjulegt ef að þingmenn stjórnarmeirihlutans myndu beita sér fyrir því að fleiri þingmál ríkisstjórnarinnar kæmu inn til umfjöllunar. „Ég legg til að við förum hreinlega í verkfall í nefndunum þangað til að við fáum mál hér inn út af því við þekkjum alveg hvernig þetta er. Það er alveg sama hversu tímanlega við reynum að setja þeim mörk til að skila inn málum. Afbrigðin eru misnotuð og ég hef gagnrýnt það hvernig þetta þinghald er hér með því að fara viðstöðulaust fram á það að við séum að afgreiða mál blindandi.“ Tveir þingmenn stjórnarmeirihlutans tóku undir orð stjórnarandstöðunnar og sagði Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vera að lýsa ástandi sem væri að einhverju leyti réttlætanlegt. Gagnrýndi hún meðal annars breytingar á þingsköpum og sagði þeim svo mikið hafa verið breytt síðustu 5-10 ár að þingið væri starfhæft. Hún sagði þingið komið í algjöra óvissu. „Þetta verður ekki vel við unað og tek ég undir með stjórnarandstöðunni í þetta sinn.“ Unnur Brá Konráðsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tók einnig til máls en hún er formaður allsherjar-og menntamálanefndar. Sagði hún mikið vinnuálag hafa verið á nefndinni síðasta vetur og á þessu þingi hefði ríkisstjórnin boðað 50 mál sem koma muni inn í nefndina. Aðeins eitt mál hefur þó komið á borð nefndarinnar sem hún hefur afgreitt. „Ég tek bara undir þá hvatningu til ráðherra að fara að koma fleiri málum hingað inn svo að við hér í þinginu getum tekið það hlutverk okkar alvarlega að vinna málin vel.“ Kölluðu nokkrir þingmenn úr sal þá „heyr, heyr!“
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Sjá meira
Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. 15. október 2015 07:00