Hundrað þingmál ráðherra ekki komin fram og ekkert frá þremur ráðherrum Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2015 07:00 Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn. Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Aðeins 29 þingmál ráðherra eru komin fram til þings af þeim 127 sem þeir áætluðu að leggja fram á þessu haustþingi. Sautján reglulegir þingfundardagar eru eftir af þingfundum Alþingis þar til þingið fer í jólafrí. Alls bíða því 98 lagafrumvörp, skýrslur og þingsályktunartillögur ráðherra í ríkisstjórninni eftir að koma til þings. Samkvæmt starfsáætlun þingsins þurfa mál að berast skrifstofu þingsins fyrir lok nóvembermánaðar eigi að taka þau á dagskrá fyrir jól. Síðasti þingfundur er áætlaður 11. desember. Þarf því þingið að halda vel á spöðunum ef öll þessi mál eiga að komast á dagskrá þingsins á þessu hausti. Brynhildur Pétursdóttir, þingflokksformaður Bjartrar farmtíðar, segir ólíklegt að allur þessi fjöldi komi fram. „Ég lít á þennan þingmálalista ríkisstjórnarinnar sem einhvers konar óskalista hennar um mál sem hún gæti hugsað sér að koma með fyrir þingið,“ segir Brynhildur. „Rólegt hefur verið yfir þessari ríkisstjórn á yfirstandandi þingi og líklegt að við munum sjá fjölda þessara mála koma fram á vorþingi.“ Þrír ráðherrar hafa ekki komið fram með neitt af þeim málum sem þeir ætluðu sér að koma fram með á þessu þingi. Það eru Eygló Harðardóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Illugi Gunnarsson. Hins vegar hafa Gunnar Bragi Sveinsson, Ólöf Nordal og Bjarni Benediktsson lagt fram flest mál. Þessir þrír ráðherrar hafa samtals komið fram með 20 þingmál af þeim 29 sem hafa komið til kasta þingsins það sem af er. Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati tekur í sama streng og Brynhildur um vinnubrögð þingsins og spyr hvar ríkisstjórnin sé því lítið sé að gera í þinginu nú um stundir. „Miðað við þau þing sem ég hef setið finn ég hvað það kemur lítið af málum frá ríkisstjórninni. Svo koma þau fram kannski löngu eftir sett tímamörk þannig að við getum alveg séð þau koma fram einhvern tímann seinna,“ segir Helgi, en telur þetta geta komið niður á vinnunni. „Þessi rólega tíð gefur manni að minnsta kosti tíma til að skoða vel þau mál sem hafa þó komið fyrir þingið. En ég hef miklar áhyggjur af því að fjöldi mála komi seint og það kosti mikla orku og tíma að komast yfir allan málafjöldann. Því mun ekki gefast tími fyrir lítinn þingflokk að kafa ofan í mál og vinna vinnuna sína nægilega vel,“ segir Helgi Hrafn.
Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira