Forysta Samfylkingarinnar þarf að líta í eigin barm Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2015 13:11 Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Mynd/Eva Bjarnadóttir Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira