Forysta Samfylkingarinnar þarf að líta í eigin barm Heimir Már Pétursson skrifar 15. nóvember 2015 13:11 Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Mynd/Eva Bjarnadóttir Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar segir mikla samstöðu hafa verið um það á flokksstjórnarfundi flokksins um helgina að endurnýjun þyrfti að eiga sér stað í Samfylkingunni og yngra fólk hvatt til framboðs. Þá segist hann reiðubúinn að leggja sín störf í dóm flokksmanna í almennri formannskosningu undir loka næsta árs. Flokksstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Akranesi í gær. Fyrir fundinum lá tillaga frá Natani Þúrunnar-Kolbeinssyni og fleirum um að settur yrði aldurskvóti á frambjóðendur í þremur efstu sætum flokksins fyrir komandi kosningar til Alþingis árið 2017, þannig að fjölga mætti fulltrúum flokksins á aldrinum 35 ára og yngri. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir að þessi mál hafi verið rædd ítarlega á flokksstjórnarfundinum. „Það var mikil samstaða á fundinum um mikilvægi þess að það yrði endurnýjun í Samfylkingunni. Við höfum tekið mjög vel á móti öflugum hópi ungs fólks sem hefur verið duglegt í starfinu. Við viljum mjög gjarnan að ungt fólk upplifi sig velkomið í framvarðarsveit Samfylkingarinnar,“ segir Árni Páll. Enda væri Samfylkingin opinn flokkur og tilbúinn að takast á við endurnýjun. Flokksstjórnarfundurinn hafi beint því til kjördæmisráða flokksins að hafa þetta í huga þegar aðferðir við val á framboðslista verði mótaðar. Í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í þessari viku mældist flokkurinn með sögulega lítið fylgi eða rétt rúm átta prósent.Þarf ekki forysta flokksins líka að horfa svolítið í eigin barm? „Hún þarf að gera það líka. Aðalatriðið er að við sendum þau skilaboð með skýrum hætti að Samfylkingin er opinn flokkur. Það á jafnt við um þingflokkinn sem og forystuna. Við erum tilbúin að leggja verk okkar í dóm flokksmanna. Það er ekki vandamálið,“ segir Árni Páll. Allir geti komið að starfi flokksins og látið til sín taka með sínum hugmyndum. Næsti landsfundur fer fram í upphafi árs 2017, nokkrum mánuðum fyrir næstu alþingiskosningar. „Það er mjög mikilvægt að við höfum ákveðið að það verði tækifæri til allsherjaratkvæðagreiðslu í lok næsta árs. Vel í tíma fyrir næstu kosningar. Ef einhver hefur áhuga á að bjóða sig fram til formennsku í Samfylkingunni annar en ég mun það koma í ljós þá,“ segir Árni Páll. Þar sé byggt á lýðræðislegri og mikilvægri hefð Samfylkingarinnar um að allir flokksmenn velji formann flokksins sem hafi styrkt flokkinn.Ert þú þá reiðubúinn til að bjóða þig fram áfram til formennsku?„Ég hef hingað til stefnt að því að bjóða fram krafta mína til að leiða flokkinn í næstu kosningum. Sú stefna er óbreytt. En ég sit auðvitað ekki lengur en flokksmenn Samfylkingarinnar vilja hafa mig sem formann,“ segir Árni Páll Árnason.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira