Söngurinn úr stúkunni í Berlín fékk Jón Arnór til að hætta við að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 11:30 Jón Arnór Stefánsson. Vísir/EPA Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikla og flotta umfjöllun á heimasíðu FIBA Europe en þar er verið að fjalla um framgöngu íslenska liðsins og íslensku stuðningsmannanna á Eurobasket í Berlín í september. Dimitris Kontos skrifar greinina fyrir FIBA Europe og byggir hana upp í kringum viðtal við Jón Arnór Stefánsson. Kontos segir meðal annars frá ógleymanlegum söng íslenska stuðningsfólksins sem söng „Ég er kominn heim" fyrir íslensku landsliðsstrákanna eftir lokaleikinn á móti Tyrkjum. Stund sem enginn Íslendingur sem var í Berlín mun gleyma í bráð. Kontos líkir laginu við Liverpool-lagið „You'll Never Walk Alone" en Jón Arnór sagði honum aðeins frá textanum. Fyrirsögnin „Icelandic Basketball Will Never Walk Alone Again“ eða „Íslenskur körfubolti mun aldrei ganga einsamall aftur“ er bein vísun í það. „Þetta er sjómannalag og um það að koma heima. Við erum eftir allt saman sjómannaþjóð," sagði Jón Arnór. „Þetta mót var alls ekki eins og ég bjóst við. Þetta var stórkostleg reynsla fyrir mig, fyrir liðsfélagana mína, fyrir stuðningsfólkið, fyrir sambandið og fyrir alla. Þetta var bara svo fallegt," sagði Jón Arnór. Jón Arnór viðurkennir að það hafi tekið hann nokkurn tíma að komast aftur niður á jörðina eftir Evrópumótið. Jón Arnór talar líka um það í viðtalinu að hann hafi nánast verið búinn að ákveða það að setja landsliðsskóna upp á hillu eftir Evrópumótið en það hafi breyst í Berlín. Söngurinn eftir lokaleikinn og öll upplifun hafi hinsvegar séð til þess að hann vill spila áfram með landsliðinu. „Ég var að hugsa um að hætta að spila með landsliðinu. Eftir Eurobasket þá vil ég aftur á móti fá tækifæri til að upplifa þetta aftur ef líkaminn leyfir," sagði Jón Arnór. „Það er mikilvægt fyrir sambandið og fyrir stuðningsfólkið að hætta ekki núna. Það er mikilvægt að vera ekki södd og sátt eftir Berlín. Við ætlum að er reyna að fá að upplifa þetta allt aftur eftir tvö ár," sagði Jón Arnór. Það er hægt að sjá alla greina um íslenska landsliðið með því að smella hér. EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið fær mikla og flotta umfjöllun á heimasíðu FIBA Europe en þar er verið að fjalla um framgöngu íslenska liðsins og íslensku stuðningsmannanna á Eurobasket í Berlín í september. Dimitris Kontos skrifar greinina fyrir FIBA Europe og byggir hana upp í kringum viðtal við Jón Arnór Stefánsson. Kontos segir meðal annars frá ógleymanlegum söng íslenska stuðningsfólksins sem söng „Ég er kominn heim" fyrir íslensku landsliðsstrákanna eftir lokaleikinn á móti Tyrkjum. Stund sem enginn Íslendingur sem var í Berlín mun gleyma í bráð. Kontos líkir laginu við Liverpool-lagið „You'll Never Walk Alone" en Jón Arnór sagði honum aðeins frá textanum. Fyrirsögnin „Icelandic Basketball Will Never Walk Alone Again“ eða „Íslenskur körfubolti mun aldrei ganga einsamall aftur“ er bein vísun í það. „Þetta er sjómannalag og um það að koma heima. Við erum eftir allt saman sjómannaþjóð," sagði Jón Arnór. „Þetta mót var alls ekki eins og ég bjóst við. Þetta var stórkostleg reynsla fyrir mig, fyrir liðsfélagana mína, fyrir stuðningsfólkið, fyrir sambandið og fyrir alla. Þetta var bara svo fallegt," sagði Jón Arnór. Jón Arnór viðurkennir að það hafi tekið hann nokkurn tíma að komast aftur niður á jörðina eftir Evrópumótið. Jón Arnór talar líka um það í viðtalinu að hann hafi nánast verið búinn að ákveða það að setja landsliðsskóna upp á hillu eftir Evrópumótið en það hafi breyst í Berlín. Söngurinn eftir lokaleikinn og öll upplifun hafi hinsvegar séð til þess að hann vill spila áfram með landsliðinu. „Ég var að hugsa um að hætta að spila með landsliðinu. Eftir Eurobasket þá vil ég aftur á móti fá tækifæri til að upplifa þetta aftur ef líkaminn leyfir," sagði Jón Arnór. „Það er mikilvægt fyrir sambandið og fyrir stuðningsfólkið að hætta ekki núna. Það er mikilvægt að vera ekki södd og sátt eftir Berlín. Við ætlum að er reyna að fá að upplifa þetta allt aftur eftir tvö ár," sagði Jón Arnór. Það er hægt að sjá alla greina um íslenska landsliðið með því að smella hér.
EM 2015 í Berlín Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira