Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Birgir Olgeirsson skrifar 4. nóvember 2015 15:59 Hjúkrunarfræðingurinn kemur í dómsal í dag. vísir/vilhelm Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt. Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Yfirlæknir á gjörgæslu þegar maður lét lífið þann 3. október 2012 segist fyrst hafa komið að málinu morguninn eftir. Þá hafi hún fengið tilkynningu frá vakthafandi lækni að sjúklingurinn hefði látist um kvöldið og það hefði orðið ákveðin yfirsjón í umönnun. Hjúkrunarfræðingur á vakt sætir ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Málið er til meðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Yfirlæknirinn, Alma Dagbjört Möller, sagði fyrir dómi í dag hún hafi tilkynnt framkvæmdastjóra lækninga að óvænt dauðsfall hefði átt sér stað og grunur væri um að það hefði verið vegna yfirsjónar í umönnun. Framkvæmdastjóri lækninga hafði síðan samband við lögreglu sem tók málið til rannsóknar. Talventillinn sem hafði verið settur upp í sjúklingnum var til að venja hann af öndunarvél. Ventillinn viðheldur jákvæðum þrýstingi við útöndun þannig að lungu haldast betur opin. Talventlar gera það að verkum að sjúklingurinn getur tjáð sig ef hann hefur til þess kraft. Ef loftið í belgnum sem fylgir talventlinum getur sjúklingurinn ekki andað frá sér og þá hleðst loft í brjóstkassann sem hefur áhrif á lungna og hjartastarfsemi. Taldi köfnun í fyrstu vera dánarorsök Þegar Alma var spurð út í dánarorsök taldi hún í fyrstu að það hefði verið vegna köfnunar, þar sem sjúklingurinn hefði getað andað frá sér en eftir því sem lengri tími hefur liðið frá atburðinum hefði hún fengið efasemdir. Þær hefðu meðal annars vaknað eftir að hún fékk að sjá krufningarskýrslu frá lögreglu. „Það er svo margt sem hefur fengið mig til að efast," sagði yfirlæknirinn þáverandi. Sagði hún að ef loft hefði hlaðist upp í brjóstkassanum hefðu átt að koma fram punktblæðingar í andliti og augum en það hefði ekki verið. Þá hefðu lungun átt að falla saman miðað við þennan þrýsting og hefði það átt að sjást á krufningu en svo hefði ekki verið. „Ég hef fengið efasemdir," sagði hún. Röð atburða í flóknu umhverfi Hún sagði ekki hægt að kenna einni manneskju um þegar svona fer úrskeiðis. Þetta sé röð atburða í gífurlega flóknum umhverfi að yfirsjón verður. Starfsmaðurinn þarf að fara frá, slökkt er á viðvörunarhljóði í vaktara og fleira í þeim dúr. Almba sagði að það væri hennar mat að ekki ætti að vera slökkt á viðvörunarhljóði vegna súrefnismettunar á vaktaranum. Hún segist hafa reynt að fá skýringar á því hvers vegna svo var og hvenær var slökkt á hljóðinu. Var vaktarinn sendur út til framleiðandans í Þýskalandi, skoðaðir voru svokallaðir log fælar en ekkert hefði fengist úr þeirri skoðun, hvorki hvort eða hvenær var slökkt á viðvörunarhljóðinu eða hvort bilun hefði orðið í tækinu. Spurð út í ástand sjúklings var sagði Alma hann hafa verið fjölveikan og það hefði verið álitamál hvort hann hefði átt að undirgangast svo stóra aðgerð. Var honum vart hugað líf eftir aðgerðina en sýndi batamerki næstu daga og þótti þokast í rétta átt.
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17 Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn í dómsal: „Ég er búin að vera í helvíti síðustu þrjú ár“ Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi sem ákærður er fyrir manndráp af gáleysi fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 4. nóvember 2015 12:17
Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum, sem er ákærður fyrir manndráp af gáleysi, var framhaldið nú eftir hádegi. 4. nóvember 2015 14:54