Mál hjúkrunarfræðingsins getur haft alvarlegt fordæmi Birgir Olgeirsson skrifar 5. nóvember 2015 13:44 Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hefur setið réttarhöldin yfir hjúkrunarfræðingnum sem er sakaður um manndráp af gáleysi. Vísir „Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
„Þetta er náttúrlega mjög alvarlegt mál,“ segir Ólafur G. Skúlason, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, um ákæru ríkissaksóknara gegn hjúkrunarfræðingi fyrir manndráp af gáleysi. Hjúkrunarfræðingurinn er sakaður um vanrækslu sem leiddi til dauða sjúklings í október árið 2012 með því að hafa láðst að tæma loft úr kraga (belg) barkaraufarrennu þegar hann tók sjúklinginn úr öndunarvél og setti talventil á barkaraufarrennuna. Varð það til þess að sjúklingurinn gat aðeins andað að sér en ekki frá sér og kafnaði. Sjá einnig: Saksóknari telur mögulegt að framburður vitna sé ótrúverðugur vegna samhugar Ólafur sat aðalmeðferð málsins í gær og einnig munnleg málflutning ákæruvaldsins og verjenda í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann segir þetta mál setja alla heilbrigðisstarfsmenn í óvissu. „Því þeim er gert að starfa hér í starfsumhverfi sem er mjög óæskilegt. Mönnun er óæskileg, og starfsumhverfið er slæmt. Þeir búa við það að eiga hættu á að vera ákærðir fyrir manndráp af gáleysi eða þær aðstæður sem þeim er búin af ríkinu verði til þess að þeir verða ákærðir. Það er mjög alvarlegt og ég held að þetta muni hafa áhrif á það hvort heilbrigðisstarfsmenn treysti sér að starfa við þær aðstæður sem þeim er boðið upp á,“ segir Ólafur. Sjá einnig: Yfirlæknir á gjörgæslu: Ekki hægt að kenna einum um þegar svona fer Við munnlegan málflutning í morgun sagði verjenda Landspítalans að þetta mál gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér verði hjúkrunarfræðingurinn fundinn sekur. Mun það verða til þess að heilbrigðisstarfsmenn muni ekki þora að segja frá mistökum af ótta við ákæru og þá sé ómögulegt að læra af mistökum sem muni veikja heilbrigðiskerfið til muna. Ólafur tekur undir þetta sjónarmið. „Það sem maður vill gera þegar eitthvað svona kemur upp er að læra af atvikinu. Ef þú átt hættu að verða ákærður eða kollegi þinn fyrir að gera mistök þá er hætta á því að fólk segi ekki frá því. Það er sú menning sem við viljum alls ekki skapa hér á landi því öryggi sjúklinga á að vera númer eitt, tvö og þrjú hjá öllum heilbrigðisstarfsmönnum,“ segir Ólafur sem vonast eftir því að hjúkrunarfræðingurinn verði sýknaður. Sjá einnig: Segir ómögulegt að vita hver hafi getað átt við belginn
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Dómsmál Landspítalinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira