Kirkjan er ávöxtur vináttu og trúar Bjarni Karlsson og Gregory Aikins skrifar 31. október 2015 07:00 Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum.
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar