Erindi jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Mikil ólga er í stjórnmálunum um þessar mundir. Fólk kallar eftir einhverju nýju og öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja. Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði, réttlæti, samhjálp og friður. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga. Svarið við spurningunni er augljóslega já, því grunngildi jafnaðarstefnunnar eru sígild og eiga jafn vel við nú og áður. Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum verður unnið. Meiri hluti kjósenda treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við fordæmalausar aðstæður eftir hrun. Nú, sjö árum eftir hrun, hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.Ísland og Írland Hægri stjórnin á Írlandi fór allt aðra leið en vinstristjórnin á Íslandi. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og lækkuðu vaxtabætur. Við hækkuðum bætur, lækkuðum skatta á lágtekjuhópa, lengdum atvinnuleysistímabilið, hækkuðum almennar vaxtabætur og bættum sérstökum vaxtabótum við. Á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi. Það skiptir mál hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mikil ólga er í stjórnmálunum um þessar mundir. Fólk kallar eftir einhverju nýju og öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja. Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði, réttlæti, samhjálp og friður. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga. Svarið við spurningunni er augljóslega já, því grunngildi jafnaðarstefnunnar eru sígild og eiga jafn vel við nú og áður. Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum verður unnið. Meiri hluti kjósenda treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við fordæmalausar aðstæður eftir hrun. Nú, sjö árum eftir hrun, hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.Ísland og Írland Hægri stjórnin á Írlandi fór allt aðra leið en vinstristjórnin á Íslandi. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og lækkuðu vaxtabætur. Við hækkuðum bætur, lækkuðum skatta á lágtekjuhópa, lengdum atvinnuleysistímabilið, hækkuðum almennar vaxtabætur og bættum sérstökum vaxtabótum við. Á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi. Það skiptir mál hverjir stjórna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun