Erindi jafnaðarmanna Oddný G. Harðardóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Mikil ólga er í stjórnmálunum um þessar mundir. Fólk kallar eftir einhverju nýju og öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja. Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði, réttlæti, samhjálp og friður. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga. Svarið við spurningunni er augljóslega já, því grunngildi jafnaðarstefnunnar eru sígild og eiga jafn vel við nú og áður. Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum verður unnið. Meiri hluti kjósenda treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við fordæmalausar aðstæður eftir hrun. Nú, sjö árum eftir hrun, hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.Ísland og Írland Hægri stjórnin á Írlandi fór allt aðra leið en vinstristjórnin á Íslandi. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og lækkuðu vaxtabætur. Við hækkuðum bætur, lækkuðum skatta á lágtekjuhópa, lengdum atvinnuleysistímabilið, hækkuðum almennar vaxtabætur og bættum sérstökum vaxtabótum við. Á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi. Það skiptir mál hverjir stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Sjá meira
Mikil ólga er í stjórnmálunum um þessar mundir. Fólk kallar eftir einhverju nýju og öðru en það hefur haft. Í Bretlandi hefur Verkamannaflokkurinn valið til forystu nýjan leiðtoga, eldri mann sem virðist hafa kveikt einhvern neista hjá ungu fólki. Hann hefur stundum þótt róttækur og umdeildur en hann er jafnaðarmaður. Fróðlegt verður að sjá hvaða línur hann mun leggja. Eigum við jafnaðarmenn eitthvert erindi á 21. öldinni? Grunngildi jafnaðarstefnunnar hafa frá fyrstu tíð verið jafnræði, réttlæti, samhjálp og friður. Að allir einstaklingar skipti máli og leggi sitt af mörkum til samfélagsins. Þetta kemur fram í baráttu jafnaðarmanna fyrir velferð einstaklinga, eflingu atvinnulífs, sanngjörnum viðskiptum og félagslegu réttlæti . En ekki síður í vilja til að skila lífvænlegri veröld til komandi kynslóða með baráttu fyrir umhverfisvernd í anda sjálfbærrar þróunar. Þeir berjast gegn hvers kyns spillingu og hindrunum sem standa í vegi góðra stjórnunarhátta og gegn þeim stjórnmálaöflum sem styðja hag forréttindahópa. Jafnaðarmenn standa vörð um frjálsa fjölmiðlun, óháð og óvilhallt réttarkerfi og virðingu fyrir réttindum minnihlutahópa og einstaklinga. Svarið við spurningunni er augljóslega já, því grunngildi jafnaðarstefnunnar eru sígild og eiga jafn vel við nú og áður. Þegar fólk velur að styðja við stefnu jafnaðarmanna, getur það verið visst um út frá hvaða megin sjónarmiðum verður unnið. Meiri hluti kjósenda treysti því að áherslur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna myndu reynast almenningi best í glímunni við fordæmalausar aðstæður eftir hrun. Nú, sjö árum eftir hrun, hafa fræðimenn skoðað hvernig þjóðir tókust á við kreppuna.Ísland og Írland Hægri stjórnin á Írlandi fór allt aðra leið en vinstristjórnin á Íslandi. Írar lækkuðu bætur, hækkuðu almenna skatta, styttu atvinnuleysistímabilið og lækkuðu vaxtabætur. Við hækkuðum bætur, lækkuðum skatta á lágtekjuhópa, lengdum atvinnuleysistímabilið, hækkuðum almennar vaxtabætur og bættum sérstökum vaxtabótum við. Á Íslandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir minnstri kjaraskerðingu og jöfnuður fór vaxandi en á Írlandi urðu lágtekjuhóparnir fyrir mestri kjaraskerðingu og ójöfnuður fór vaxandi. Það skiptir mál hverjir stjórna.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar