NBA-goðsögnin Kobe Bryant er á meðal þeirra sem sitja við rúm körfuknattleiksmannins Lamar Odom sem nú berst fyrir lífi sínu á spítala í Las Vegas.
Odom var fluttur meðvitundarlaus á spítalann af vændishúsi í gærkvöldi og ástand hans er sagt vera grafalvarlegt.
Lakers var að spila gegn Sacramento í Las Vegas í gær og er Kobe fékk tíðindin lét hann sig hverfa og fór beint upp á sjúkrahús.
Þar situr hann og biður fyrir Odom með fyrrum eiginkonu Odom, Khloe Kardashian, og fjölskyldu hennar að því er kemur fram í frétt tmz.com.
Odom er enn í dái og samkvæmt fréttum miðilsins hafa líffæri hans verið að bila og því á Odom víst lítið eftir.
Kobe biður fyrir Odom með Kardashian-fjölskyldunni

Tengdar fréttir

Odom berst fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi
Körfuknattleikskappinn Lamar Odom var fluttur meðvitundarlaus af vændishúsi á sjúkrahús.