Brady náði fram hefndum gegn Colts Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. október 2015 20:30 Brady er hér hampað af liðsfélaga í nótt. vísir/getty Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants NFL Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira
Enn eru fimm lið ósigruð í NFL-deildinni og öll lið deildarinnar hafa nú unnið að minnsta kosti einn leik. Detroit Lions var eina liðið í deildinni sem hafði ekki unnið leik fyrir helgina en Ljónin náðu að afgreiða Birnina frá Chicago í gær i framlengdum leik. New England Patriots, Cincinnati Bengals, Denver Broncos, Green Bay Packers og Carolina Panthers eru liðin fimm sem hafa unnið alla leiki sína í deildinni til þessa. Gengi Carolina kemur kannski mest á óvart en liðið lagði hið sterka lið Seattle að velli í nótt og það á heimavelli Seattle. Stórleikur gærdagsins var þó leikur Indianapolis Colts og New England Patriots. Þessi félög höfðu ekki mæst síðan Colts kvartaði yfir loftlitlum boltum hjá Patriots í fyrra og sakaði þá um svindl. Í kjölfarið fór í gang mikil rússibanareið sem endaði meðal annars fyrir dómstólum. Tom Brady, leikstjórnandi Patriots, hafði verið dæmdur í fjögurra leikja bann af deildinni vegna málsins en hann fékk þeim dómi snúið fyrir dómstólum.Það voru margskonar kyndingar í stúkunni í gær.vísir/gettyÁttu margir von á því að reiðir leikmenn New England myndu hreinlega slátra liði Colts í nótt. Brady mætti beittur og spilaði virkilega vel en það gerði líka Andrew Luck, leikstjórnandi Colts. Báðir köstuðu þeir boltanum þrisvar sinnum fyrir snertimarki og voru báðir með nákvæmlega 312 kastjarda. Brady var aftur á móti betri í heildina og hann náði að hefna gegn liðinu sem tókst að gera honum lífið leitt í marga mánuði. Sætur sigur og New England er líklegt til þess að verja titil sinn í deildinni.Úrslit: Buffalo-Cincinnati 21-34 Cleveland-Denver 23-26 Detroit-Chicago 37-34 Jacksonville-Houston 20-31 Minnesota-Kansas 16-10 NY Jets-Washington 34-20 Pittsburgh-Arizona 25-13 Tennessee-Miami 10-38 Seattle-Carolina 23-27 Green Bay-San Diego 27-20 San Francisco-Baltimore 25-20 Indianapolis-New England 27-34Í nótt: Philadelphia - NY Giants
NFL Mest lesið Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Uppgjörið: Valur - Flora 3-0 | Valsmenn í góðri stöðu Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Twitter yfir leiknum gegn Noregi: Vonleysi eftir erfitt mót Dramatískt jafntefli sendir heimakonur í átta liða úrslit Ítalskur deildarleikur í Ástralíu í febrúar? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Uppgjörið: Malisheva - Víkingur 0-1 | Fagleg frammistaða hjá Víkingum Anisimova og Swiatek í úrslit í fyrsta sinn Uppgjör: Ísland - Noregur 3-4 | Daufur endir á slöppu ævintýri Birkir Hrafn í NBA akademíunni Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Sjá meira