Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2015 13:03 „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
„Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein