Ítarlegt viðtal við nýju dómarana í Ísland Got Talent: Gæti ekki bjargað lífi mínu með söng Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2015 13:03 „Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2. Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
„Ég held að þetta verði mjög skemmtileg þáttaröð og þetta verkefni er allt saman mjög spennandi,“ segir Jón Gnarr, ritstjóri innlendrar dagskrágerðar Stöðvar 2, en nú hefur verið ákveðið að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni af hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. Fjórði dómarinn verður kynntur til leiks eftir helgi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 síðastliðin tvö ár. „Ég býst við því að við kynnum fjórða dómarann til leiks strax eftir helgi,“ segir Jón. „Mér finnst þetta bara mjög skrítið og skemmtilegt,“ segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni.Sá sköllóttan mann í draumi sínum „Frá því að ég fékk þessar upplýsingar hefur mig dreymt þetta nokkrum sinnum. Í þessum draumi var ég að hlusta á einhvern sköllóttan mann sem var að spila eitthvað og mér fannst allt sem ég hafði um það að segja voðalega fyndið,“ segir Dr. Gunni sem bætir því við að hann hafi sagt við sköllótta manninn í drauminum að hann ætti nú bara að fá sér hárkollu og kjól og taka lagið þannig. „Þetta var auðvitað ekkert fyndið, þegar ég vaknaði.“ Gunnar segir að það sé vissulega sérstakt að þurfa hafa skoðanir á fólki sem er að reyna koma sér á framfæri.„Það tekur eflaust smá tíma að finna svona hvað maður vill gera, hvort maður vilji vera leiðinlegi gæinn, fúli gæinn eða glaði gæinn.“ Dr. Gunni þekkir það vel að koma fram í sjónvarpi en hann sá lengi vel um þáttinn Popppunkt á RÚV. „Krökkunum finnst þetta rosalega skemmtilegt, að ég sé að taka þátt í þessu og það má segja að ég sé eiginlega að gera þetta fyrir þau.“ „Mér þykir þetta bara mjög spennandi,“ segir Marta María Jónasdóttir sem kemur einnig inn í dómnefndina.Ekki með neina leikaramenntun „Ég ætla bara að vera ég sjálf, ég held að það komi best út. Ég er ekki með neina leikaramenntun og ef ég ætla að fara leika eitthvað þá myndi það klárlega klúðrast. Þetta er viss áskorun, því ég gæti ekki bjargað lífi mínu með söng. Svo segja mínir nánustu aðstandendur að ég sé mögulega versti dansari á Íslandi.“ Marta segist fylgjast vel með þáttum á borð við Ísland Got Talent og horfði hún mikið á síðustu seríu. „Ég fylgdist vel með þegar systir mín var að taka þátt í síðustu þáttaröð og náði meðal annars þeim hápunkti að fella tár í sjónvarpssal. Stundum eru tilfinningarnar bara pínulítið utan á og maður verður bara að fá að vera eins og maður er.“ Jón Gnarr segir að þessi þáttaröð verði eitt stærsta verkefnið í sögu Stöðvar 2.
Ísland Got Talent Tengdar fréttir Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43 Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30 Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Marta María og Dr. Gunni verða dómarar í Ísland Got Talent Búið er að ákveða að Marta María Jónasdóttir, ritstjóri Smartlands, Dr. Gunni og Jakob Frímann Magnússon, Stuðmaður, verði dómarar í þriðju þáttaröðinni í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent í vetur. 2. október 2015 10:43
Tekur sæti í dómnefnd Ísland Got Talent Hinn margreyndi tónlistarmaður og Stuðmaður Jakob Frímann Magnússon segir að það sé pressa að taka við af Bubba Morthens, sem dómari í Ísland Got Talent. 2. október 2015 07:30