Krabbameinsvaldandi drykkir í matvörubúðir? Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. október 2015 07:00 Stuðningsmenn áfengisfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvaranir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslunum snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rannsóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameinsvaldandi efni.Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm.Fjölgun krabbameinstilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skilaboð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í matvörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni.Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára og þróun langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að takmarka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráðherraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum.Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmennirnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræðilegu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnarmálum á Íslandi. Er það stefna þingmanna á Alþingi Íslendinga í dag?1Listi WHO yfir krabbameinsvaldandi efni: http://monographs.iarc.fr/ENG/Classification/latest_classif.php2Samantekt yfir tengsl áfengisneyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publications/arh25-4/263-270.htm3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stuðningsmenn áfengisfrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi virða að vettugi viðvaranir sérfræðinga og halda því fram að sala á áfengi í matvöruverslunum snúist um að treysta fólki. Þeir viðurkenna samt þá staðreynd að áfengisneysla muni aukast meðal þjóðarinnar enda eru allar rannsóknir sem styðja það. Þeir vita því að bæði fullorðnir og börn munu innbyrða meira af áfengi og þar af leiðandi meira af krabbameinsvaldandi efni.Áfengi orsök krabbameina Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá þurfum við að horfast í augu við þá staðreynd að áfengi er skilgreint af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) sem þekkt krabbameinsvaldandi efni. Ekkert efni fær þessa skilgreiningu nema óyggjandi vísbendingar og fjöldi rannsókna liggi að baki. Áfengi hefur verið tengt aukinni áhættu að fá krabbamein í höfuð, háls, vélinda, maga, lifur, brjóst, eggjastokka, ristil og endaþarm.Fjölgun krabbameinstilfella boðuð Stuðningsmennirnir eru með orðum sínum að senda þau skilaboð að það sé kominn tími til að auka áfengisdrykkju og framboð á krabbameinsvaldandi efni í matvörubúðum. Með orðum sínum og frumvarpi stefna þeir að því að auka tíðni krabbameina hjá þjóðinni.Þvert á stefnu velferðarráðuneytisins Til allrar hamingju hefur Alþingi sett lög og stjórnvöld sett reglugerðir um áfengi vegna þekkingar okkar á skaðsemi þessa vímuefnis. Í stefnu velferðarráðuneytisins í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 stendur orðrétt: Skaðleg neysla áfengis og annarra vímugjafa hefur alvarleg áhrif á lýðheilsu og er einn af helstu áhættuþáttum fyrir slæmri heilsu, ótímabærum dauðsföllum í aldurshópnum 25–29 ára og þróun langvinnra sjúkdóma eins og ákveðinna tegunda krabbameina og hjarta- og æðasjúkdóma. Einnig segir þar að yfirmarkmið stefnunnar sé að takmarka aðgengi að áfengi. Stefna þessi var kynnt í desember 2013, en Kristján Þór Júlíusson tók við ráðherraembætti í maí sama ár. Það er því óskiljanlegt að fjármálaráðherra og þingmenn gangi þvert á þá stefnu sem hér er vitnað til og sem hefur hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi, og taki ekki mark á vönduðum rannsóknum.Slæm vinnubrögð Svo virðist sem stuðningsmennirnir láti sig lítt varða heilsu og líðan þjóðarinnar. Frá læknisfræðilegu- og lýðheilsusjónarmiði gerast þeir þingmenn sem taka afstöðu með áfengisfrumvarpinu sekir um óviðunandi vinnubrögð því allir þeir sérfæðingar á sviði heilbrigðismála sem gefið hafa álit sitt hafa varað við afleiðingunum. Ef þetta frumvarp verður samþykkt þá verður stigið eitt stærsta skref afturábak í forvarnarmálum á Íslandi. Er það stefna þingmanna á Alþingi Íslendinga í dag?1Listi WHO yfir krabbameinsvaldandi efni: http://monographs.iarc.fr/ENG/Classification/latest_classif.php2Samantekt yfir tengsl áfengisneyslu og krabbameinsáhættu: http://pubs.niaaa.nih.gov/publications/arh25-4/263-270.htm3Stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 (Desember 2013): http://www.velferdarraduneyti.is/media/rit-og-skyrslur-2014/Stefna-i-afengis--og-vimuvornum-desember-2013.pdf
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar