Sjónræn matarveisla á RIFF Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2015 13:30 Myndin var tekin árið 2013 frá samskonar viðburði. vísir ,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900. RIFF Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
,,Þetta er endurtekning á viðburði sem við stóðum fyrir árið 2013 og þótti heppnast alveg einstaklega vel,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson, kynningarstjóri RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem munu standa fyrir sjónrænni matarveislu í samstarfi við Borg Restaurant laugardagskvöldið næstkomandi. ,,Þá sýndum við sjö íslenskar stuttmyndir í Gyllta salnum á Borg Restaurant og kokkarnir þar elduðu sérstakan rétt í anda hverrar myndar. Í ár erum við síðan með heimildarmyndina Foodies á dagskrá. Þetta er mynd sem fjallar um helstu matgæðinga og matargagnrýnendur í heimi sem ferðast um heiminn og snæða á bestu veitingastöðum heims. Þetta er fólk sem hreinlega lifir fyrir ekkert annað og eru jafnvel með hundruð þúsunda lesenda á dag og hafa oft örlög staðanna í hendi sér. Það var því alveg borðleggjandi að endurtaka leikinn með þessari mynd. Sælkeraveislu við myndina Sælkerar.” Tveir af þremur leikstjórum myndarinnar þau Henrick Stockare og Charlotte Landelius verða viðstödd sýninguna. ,,Þeim var boðið hérna í tilefni af sýningum á henni á RIFF og heyrðu af þessari sérsýningu og vildu þá endilega koma á þeim tíma sem hún yrði. Þau munu sitja fyrir svörum eftir sýninguna og gefa smá formála fyrir sýningu.” Kokkarnir á Borginni vinna nú að því að þróa matseðil í anda myndarinnar en ónefnd stuttmynd verður svo sýnd á undan heimildarmyndinni sem lystauki og munu kokkarnir útbúa forrétt við hana. ,,Salurinn verður þannig uppstilltur að hann nýtist bæði sem kvikmyndahús og veitingastaður.” Borðhaldið hefst klukkan 19.30 næstkomandi laugardagskvöld og fara borðapantanir fram hjá Borg Restaurant. Takmarkað miðaframboð er í boði og er miðaverð 7900.
RIFF Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira