Íslenski boltinn

Freyr gerir eina breytingu | Hólmfríður kemur inn fyrir Söndru

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir á landsliðsæfingu.
Hólmfríður Magnúsdóttir á landsliðsæfingu. Vísir/andri marinó
Freyr Alexandersson hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM 2017 en íslensku stelpurnar mæta Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvellinum á eftir.

Freyr gerir eina breytingu á byrjunarliði sínu frá því í 4-1 sigrinum í vináttulandsleik á móti Slóvakíu í síðustu viku.

Hólmfríður Magnúsdóttir, sem skoraði tvisvar í leiknum eftir að hafa komið inná sem varamaður, kemur inn í liðið fyrir Söndru Maríu Jessen, sem skoraði einmitt fyrsta mark Íslands á móti Slóvakíu.

Margrét Lára Viðarsdóttir er þannig í byrjunarliði Íslands í kvöld og leikur þar með sinn hundraðasta landsleik á ferlinum.



Byrjunarlið Íslands á móti Hvíta-Rússlandi er þannig:

Markmaður: Guðbjörg Gunnarsdóttir.

Hægri bakvörður: Rakel Hönnudóttir.

Miðverðir: Glódís Perla Viggósdóttir og Anna Björk Kristjánsdóttir.

Vinstri bakvörður: Hallbera Guðný Gísladóttir.

Hægri kantur: Fanndís Friðriksdóttir.

Miðjumenn: Sara Björk Gunnarsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir.

Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir.

Framherjar: Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir.


Tengdar fréttir

Skotar fyrstir til að fá stig í riðli Íslands

Skotar byrjuðu undankeppni EM með 3-0 útisigri á Slóveníu í fyrsta leiknum í riðli Íslands í undankeppni EM 2017 en íslensku stelpurnar spila sinn fyrsta leik á Laugardalsvellinum seinna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×