Meistaramánuðurinn framundan: Vinna í undirstöðunum Stefán Árni Pálsson skrifar 23. september 2015 16:30 Þorsteinn Kári Jónsson vísir Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar. Meistaramánuður Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
Meistaramánuðurinn er eins og flestir vita sá mánuður ársins þar sem við lítum í eigin barm og skorum sjálf okkur á hólm í hverju því sem við viljum bæta okkur í eða tileinka okkur. Október er sá mánuður og í ár hafa stofnendur ákveðið að vinna aftur í undirstöðunum og einbeita sér að því að halda þeirra eigin Meistaramánuð. „Við skorum á alla að gera slíkt hið sama, setja sér markmið, fara út fyrir þægindarammann, hafa gaman af lífinu, vera góð við náungann og verða meistarar okkar eigin lífs. Það skal þó tekið fram að Meistaramánuðurinn er alls ekki að lognast útaf og munum við nota næstu misseri í að skipuleggja heimsyfirráð Meistaramánaðar,“ segir í tilkynningu frá Þorsteini Kára Jónssyni og Magnúsi Berg Magnússyni forsvarsmenn Meistaramánaðar. Meistaramánuður var fyrst haldinn árið 2008. Þá voru þátttakendur aðeins tveir en þátttakendafjöldi og umfang mánaðarins hefur vaxið ár frá ári og voru þátttakendur vel á annan tug þúsunda víðsvegar um heiminn árið 2014. Meistaramánuður fer fram ár hvert í október. Í Meistaramánuði skora þátttakendur sjálfa sig á hólm og setja sér markmið. Markmiðin geta verið stór og smá en í gegnum árin hafa þátttakendur til að mynda sett sér markmið um að heimsækja ömmu og afa oftar, taka mataræðið í gegn, lesa fleiri bækur, klífa fjöll, hætta að drekka áfengi og fara fyrr á fætur en aðra daga. Meistaramánuðurinn er hugarfóstur Magnúsar Bergs Magnússonar, Þorsteins Kára Jónssonar og Jökuls Sólberg Auðunssonar. Skipuleggjendur eru hvorki líkamsræktarfrömuðir eða næringarfræðingar en hafa gaman af því að taka áskorunum og reyna bæta sig á öllum sviðum lífsins. Meistaramánuður er skrásett vörumerki í eigu upphafsmanna fjöldahreyfingarinnar.
Meistaramánuður Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira