Ný heimsmarkmið Gunnar Bragi Sveinsson, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifa 25. september 2015 10:08 Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun