Stöð 2 Sport sýnir einn leik úr NFL í hverri umferð | Deildin hefst í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 12:00 Einn af bestu leikstjórnendum sögunnar, Peyton Manning. Vísir/Getty Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira
Sýnt verður frá einum leik í viku i NFL-deildinni á Stöð 2 Sport í vetur en NFL tímabilið hefst í kvöld með leik New England Patriots og Pittsburg Steelers. Verður sýnt frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens í fyrstu umferð en leikurinn hefst klukkan 20.00 á sunnudaginn. NFL tímabilið hefst í kvöld með leik ríkjandi meistaranna í New England Patriots og Pittsburgh Steelers og verður Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots, með liðinu í kvöld eftir að hafa unnið mál fyrir framan dómstólum sem úrskurðaði leikbann hans ógilt. Var Brady upphaflega dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir aðild sína að málinu þegar lofti var dælt úr boltunum fyrir leik Patriots og Indianapolis Colts í úrslitakeppni í AFC-deildinni í úrslitakeppni síðasta tímabils. Þótti hinsvegar enginn grundvöllur fyrir banninu að mati dómstóla sem úrskurðuðu bannið ólögmætt og getur hann því leikið með liði sínu í kvöld.Tom Brady, leikstjórnandi New England Patriots og einn af þeim bestu í sögunni.Vísir/GettyStöð 2 Sport sýnir frá leik Denver Broncos og Baltimore Ravens á sunnudaginn en mikil pressa er á liði Denver Broncos í ár. Verður þetta líklegast síðasta tímabil hins goðsagnakennda Peyton Manning en talið er að hann leggi skónna á hilluna að tímabilinu loknu eftir átján tímabil í deildinni. Það eru heldur fleiri spurningarmerki um Baltimore Ravens en liðið missti útherjann Torrey Smith til San Fransisco 49ers í vor. Mun því eflaust mikið mæða á nýliðanum Breshad Perriman og hinum 36 árs gamla Steve Smith Sr. í útherjastöðunni í vetur en helsta spurningarmerki liðsins fyrir tímabilið er sóknarleikurinn. Það eru ýmsir aðrir spennandi leikir í 1. umferð NFL-deildarinnar en þar má m.a. nefna leik Buccaneeers og Titans þar sem efstu tveir leikmennirnir úr nýliðavalinu í vor, leikstjórnendurnir Jameis Winston og Marcus Mariota mætast. Fyrsta umferðin í NFL-deildinni:Fimmtudagur New England Patriots - Pittsburgh SteelersSunnudagur Chicago Bears - Green Bay Packers Houston Texans - Kansas City Chiefs New York Jets - Cleveland Browns Buffalo Bills - Indianapolis Colts Washington Redskins - Miami Dolphins Jacksonville Jaguars - Carolina Panthers St. Louis Rams - Seattle Seahawks Arizona Cardinals - New Orleans Saints San Diego Chargers - Detroit Lions Tampa Bay Buccaneers - Tennessee Titans Oakland Raiders - Cincinnati Bengals Denver Broncos - Baltimore Ravens, í beinni á Stöð 2 Sport. Dallas Cowboys - New York GiantsMánudagur Atlanta Falcons - Philadelphia Eagles San Fransisco 49ers - Minnesota Vikings
NFL Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Tveir Grindvíkingar og Valskona tilnefnd sem Íþróttaeldhugi ársins Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Rashford laus úr útlegð Vann nauman sigur með geitung í hárinu De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Innlendur íþróttaannáll 2024: Heimsmeistari, Evrópumeistarar og alls konar meistarar Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Dagskráin í dag: HM í pílukasti og NHL Snákurinn beit frá sér og sendi meistarann heim Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik Sjá meira