Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 15:00 Pavel setur hér þrist í leiknum í gær. Vísir/Valli Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær í fjórða leik íslenska liðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Þetta er einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár en aðeins þrjár þjóðir hafa náð því að skora fleiri þrista í einum leik í fyrstu fjórum umferðunum. Makedóníumenn hafa tvívegis sett niður tólf þrista í einum leik og því hafa einnig náð Finnar og Spánverjar (á móti Tyrkjum) einu sinni hvor þjóð. Íslenska liðið hitti úr 11 af 34 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Spáni sem gerir 32 prósent skotnýtingu. Þeir Pavel Ermolinskij og Haukur Helgi Pálsson voru vissulega í aðalhlutverki í skotsýningunni, Pavel hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og Haukur nýtti 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Þeir Pavel og Haukur nýttu því 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum en restin af liðinu var bara með 17 prósent þriggja stiga skotnýtingu (4 af 24). Ísland er eins og er í sjötta sæti á Evrópumótinu yfir flesta þriggja stiga körfur með 8,8 að meðaltali í leik en aðeins einn leikur er eftir af riðlakeppninni. Íslenska liðið skoraði sjö þrista í fyrsta leiknum sínum á móti Þýskalandi, var með níu þrista á móti Ítölum og svo átta þriggja stiga körfur á móti Serbíu. Strákarnir þurfa að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum í dag ætli þeir að eiga möguleika á því að leggja Tyrki að velli. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 21.00 að staðartíma í Berlín eða klukkan 19.00 að íslenskum tíma. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær í fjórða leik íslenska liðsins á Evrópumótinu í körfubolta. Þetta er einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár en aðeins þrjár þjóðir hafa náð því að skora fleiri þrista í einum leik í fyrstu fjórum umferðunum. Makedóníumenn hafa tvívegis sett niður tólf þrista í einum leik og því hafa einnig náð Finnar og Spánverjar (á móti Tyrkjum) einu sinni hvor þjóð. Íslenska liðið hitti úr 11 af 34 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna á móti Spáni sem gerir 32 prósent skotnýtingu. Þeir Pavel Ermolinskij og Haukur Helgi Pálsson voru vissulega í aðalhlutverki í skotsýningunni, Pavel hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum og Haukur nýtti 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum. Þeir Pavel og Haukur nýttu því 7 af 10 þriggja stiga skotum sínum en restin af liðinu var bara með 17 prósent þriggja stiga skotnýtingu (4 af 24). Ísland er eins og er í sjötta sæti á Evrópumótinu yfir flesta þriggja stiga körfur með 8,8 að meðaltali í leik en aðeins einn leikur er eftir af riðlakeppninni. Íslenska liðið skoraði sjö þrista í fyrsta leiknum sínum á móti Þýskalandi, var með níu þrista á móti Ítölum og svo átta þriggja stiga körfur á móti Serbíu. Strákarnir þurfa að hitta vel úr þriggja stiga skotum sínum í dag ætli þeir að eiga möguleika á því að leggja Tyrki að velli. Leikur Íslands og Tyrklands hefst klukkan 21.00 að staðartíma í Berlín eða klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00 Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Enginn í Berlín hefur tekið fleiri sóknarfráköst en Hlynur Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hefur verið öflugur í sóknarfráköstunum í fyrstu fjórum leikjum íslenska liðsins á Evrópumótinu en hann hefur tekist flest sóknarfráköst í B-riðlinum. 10. september 2015 13:00
Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín. 9. september 2015 22:08
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99. 9. september 2015 22:13
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00