Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2015 15:30 Haukur Helgi í baráttunni gegn Spánverjum í gær. Vísir/Valli Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu hafa fengið frábæran stuðning á Evrópumótinu í Berlín. Íslenska liðið hefur kannski tapað öllum fjórum leikjum sínum en stuðningurinn úr stúkunni hefur verið magnaður ekki síst eftir leik þegar sungið er fyrir íslensku strákana þrátt fyrir töp. „Við verðum að vinna einn leik fyrir áhorfendurna okkar," sagði Haukur Helgi Pálsson um markmið dagsins þegar íslenska landsliðið mætir Tyrkjum í lokaleik sínum á Evrópumótinu í Berlín. Hvar ætla strákarnir að finna orkuna fyrir fimmta leikinn á aðeins sex dögum? „Við verðum bara að halda áfram að gera það sem við höfum verið að gera. Við þurfum að finna orkuna í sjálfum okkur og hjá liðsfélögunum og stuðningsmönnum," sagði Haukur. Stúkan hefur verið fagurblá og syngjandi nær allan tímann í síðustu leikjum. „Þetta er bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér. Það er ekki hægt að biðja um neitt meira. Þau gefa manni klárlega orku. Hvert klapp gefur manni eitthvað auka," sagði Haukur. Haukur var ekki ánægður með sumar villurnar sem hann var að fá í leiknum í gær. „Ég lenti í smá villuvandræðum í gær en veit ekki af hverju. Hvort það hafi verið af því að við erum litla Ísland og þeir Spánn. Mér fannst svolítið verið að gefa þeim það sem þeir vildu," sagði Haukur. Haukur þrjá þrista í þriðja leikhlutanum og endaði leikinn næststigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. „Ég hitti ágætlega í þriðja leikhlutanum og koma mér þá í gang. Það var fínt," sagði Haukur sem hitti úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í umræddum þriðja leikhluta. „Klakarnir eru búnir að virka hingað til og ég verð bara að halda áfram að kæla mig niður," sagði Haukur að lokum en hann var þá með klakapoka á báðum hnjám og öðrum lærinu.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00 Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30 Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Bara þrjár þjóðir hafa skorað fleiri þrista í einum leik á EM Íslenska körfuboltalandsliðið skoraði ellefu þriggja stiga körfur í tapleiknum á móti Spáni í gær en það var einn besti þrista-leikurinn hjá einu liði á Evrópumótinu í ár. 10. september 2015 15:00
Ísland á 60% af "gömlu“ körlunum Íslenska karlalandsliðið spilaði í gær fjórða leik sinn á fimm dögum á Evrópumótinu í körfubolta. Mikið álag er á íslenska liðinu sem er það elsta í B-riðlinum 10. september 2015 06:00
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta. 9. september 2015 20:30
Hörður Axel: Ætlum að koma út úr þessu móti með sigur "Við ætlum að reyna að koma út úr þessu móti með sigur. Við gefum allt í þennan leik gegn Tyrkjum og það er ekki morgundagur eftir morgundaginn. Nú getum við keyrt okkur alveg gjörsamlega út," segir Hörður Axel. 10. september 2015 11:00