Er körfuboltinn kominn heim? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2015 06:30 Jakob með foreldrum sínum eftir leikinn. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira