Er körfuboltinn kominn heim? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2015 06:30 Jakob með foreldrum sínum eftir leikinn. vísir/valli Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum. EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið steig risaskref með því að tryggja sér sæti á Evrópumótinu síðasta haust en skrefið var ekki minna að mæta í sannkallaðan dauðariðil með mörgum af bestu körfuboltaþjóðum Evrópu og vera þrisvar nálægt sigri í fimm leikjum. Frammistaðan og þroskamerkin sem íslenska liðið sýndi á móti Tyrkjum í Berlín í fimmta og síðasta leik liðsins á Eurobasket í gær vegur mun þyngra en það hvort að Tyrkir hafi unnið leikinn í framlengingu eða ekki. Auðvitað hefði verið ennþá sætara að enda þetta á sigri en spilamennskan og stuðningurinn eiga skilið marga kafla í sögubók íslenska körfuboltalandsliðsins. Margir leikmenn stóðu sig frábærlega á móti Tyrkjum í gær en enginn betur en Jakob Örn Sigurðarson sem kem með 22 stig inn af bekknum þar af 17 þeirra í seinni hálfleiknum. „Þetta var magnað. Að ná svona frammistöðu í síðasta leik er ótrúlegt. Ég er rosalega stoltur af liðinu og það var geggjað að spila fyrir framan þessa áhorfendur,“ sagði Jakob eftir leikinn. Hann og Logi Gunnarsson, byrjunarliðsmenn í liðinu í svo mörg ár, komu saman með 38 stig af bekknum og það var Logi sem tryggði íslenska liðinu framlengingu með stórbrotinni þriggja stiga körfu 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Eftir frábæra frammistöðu var í fínu lagi að íslenska liðið fengi smá uppklapp í lokin og þessi framlenging var „aukalagið“ sem strákarnir áttu svo sannarlega skilið að fá að taka fyrir magnað stuðningsfólk sitt. „Ég held að allir hafi viljað það af því að þetta var svo skemmtilegt og það er svo gaman að horfa á okkur hvað við gerðum þetta mikið saman og með mikilli baráttu. Þetta er búið að vera ótrúlegt mót fyrir okkur,“ sagði Jakob. Íslenska liðið var í erfiðasta riðli mótsins og stórþjóðir eins og Þýskaland, Ítalía og Tyrkland rétt sluppu með sigur út úr leikjum sínum við litla Ísland. „Liðin í þessum riðli eru allt lið sem geta farið alla leið í mótinu. Við vorum að spila við Serbíu, Spán og Ítalíu, allt lið sem við gætum verið að horfa á í úrslitaleiknum eftir tíu daga. Það er alveg ótrúleg frammistaða hjá okkur í þessu móti að vera svona rosalega nálægt því að vinna. Ég hugsa mikið til þess hvernig mómentið hefði orðið eftir leikinn með áhorfendunum ef við hefðum náð að vinna leik. Það hefði örugglega orðið það ótrúlegasta sem ég hefði upplifað,“ sagði Jakob en íslenska stuðningsfólkið hefur sungið til strákanna eftir hvern einasta leik. „Ég er bara með gæsahúð eftir hvern einasta leik að hlusta á þau,“ segir Jakob. Eftir leikinn var líka hver gæsahúðarstundin á fætur annarri milli leikmanna og íslenska stuðningsfólksins og það mun örugglega enginn Íslendingur gleyma því þegar allir Íslendingarnir í Mercedes Benz-höllinni sungu „Ég er kominn heim“ hárri raust. Stóra spurningin er hvort íslenski körfuboltinn sé kominn heim og hvort Ísland verði reglulegur gestur á móti bestu þjóðum Evrópu. „Körfuboltinn á Íslandi er á rosalegri siglingu og ég held að það sé ekki langt þangað til að við förum aftur á EM,“ sagði Jakob. Og hann kannski með? „Það er aldrei að vita,“ sagði Jakob að lokum.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenski boltinn og sitthvað fleira Sport Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Fleiri fréttir Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka Sjá meira