Liðin eru jöfn á toppi deildarinnar, en bæði eru þau með 48 stig eftir næst síðustu umferðina sem fram fór í gær. Þar unnu Huginsmenn sterkan sigur á ÍR sem var í toppbaráttunni einnig, en Leiknir átti í engum vandræðum með Ægi.
Gengi liðanna í sumar er nánast lyginni líkast. Huginn tók varla þátt í undirbúningstímabilinu, en liðið skráði sig meðal annars úr Lengjubikarnum. Árangurinn hefur ekki verið slakur í sumar - fimmtán sigrar, þrjú töp og þrjú jafntefli. Leiknir er með 14 sigra, sex jafntefli og eitt tap.
Á næsta ári verða þrjú félög að austan í fyrstu deildinni, en það verða Huginn og Leiknir F. ásamt Fjarðabyggð sem er í sjöunda sæti fyrstu deildarinnar núna. Þeir tryggðu sig upp í fyrra og eru því nýliðar í fyrstu deildinni í ár.
Óskum @Leiknirfask til hamingju með þeirra árangur og sæti í 1.deild að ári. Fótboltinn á Austurlandi er í bullandi sókn! #ÁframHuginn
— Huginn Football Club (@HuginnFC) September 12, 2015
1.DEILD!!!!!!!!!!! pic.twitter.com/KWPJ2gVUSb
— LeiknirFásk (@Leiknirfask) September 12, 2015