Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 10:00 Hlynur Bæringsson. Vísir/Valli Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. „Ég veit ekki alveg ennþá hvernig þetta lítur út. Það verður bara að koma í ljós því þetta er eitthvað sem ég hef ekki upplifað áður. Ég hlakka mikið til að sjá þetta," segir Hlynur í samtali við Vísi. „Við þurfum núna að reyna að koma huganum á rétt ról þannig að allir nái sínu besta fram. Það skiptir rosalega miklu máli þegar maður er ekki vanur að vera í þessari stöðu að hafa hugarfarið rétt. Ég held að það getir verið stór munur hjá mönnum," segir Hlynur. Hann og leikmenn íslenska liðsins eru á sama hóteli og hin liðin og eru því að mæta NBA-stjörnunum í matsalnum sem og annars staðar á hótelinu.Hér eru mun stærri stjörnur „Yfirleitt truflar það mann ekki að vera í kringum stjörnuleikmenn en þó verður maður að sjálfsögðu að viðurkenna það að þetta er sérstakara en önnur mót. Hér eru mun stærri stjörnur og allt miklu stærra. Ég viðurkenni það alveg að það var mjög sérstakt að mæta Dirk Nowitzki. Þetta er auðvitað spes en það var ágætt að við komum snemma þannig að maður er kannski búinn að venjast þessu smá núna," segir Hlynur. Hvað þarf að ganga upp á móti Þjóðverjum í dag? „Ég vona að við náum okkar allra besta leik og að við getum nýtt okkur nokkra veikleika í þeirra leik. Það er annað sem við megum hugsa um. Þótt að við séum lægst settir í þessum riðli af öllum sem er að fjalla um þetta þá megum við ekki gleyma því að öll hin liðin hafa veikleika þótt að þau séu með stórar stjörnur," sagði Hlynur. „Við berum mikla virðingu fyrir þeirra ferli og öllu sem þeir hafa gert. Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir," sagði Hlynur.Alveg örugglega stærsta stundin á ferlinum „Til þess að við náum sigri á þessu móti þá þarf allt að ganga upp. Það er draumurinn. Við þurfum að hitta mjög vel á móti Þjóðverjum og þurfum helst að geta dregið stóru mennina þeirra út úr teignum. Við þurfum líka að hitta vel úr vítum, ekki gefa þeim auðveldar körfur úr hraðaupphlaupum og vera agaðir þegar það á við. Það er margt sem þarf að ganga upp,“ segir Hlynur og hann er tilbúinn fyrir sögulegan leik á morgun. „Þetta er alveg örugglega stærsta stundin á mínum ferli og það er mikil tilhlökkun. Þetta verður fjör,“ segir Hlynur.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Enski boltinn Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti