Pavel: Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. september 2015 09:00 Pavel Ermolinskij og Jón Arnór Stefánsson ræða málin á æfingu í gær. Vísir/Valli Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. „Þetta er svakaleg höll og íslensku áhorfendurnir geta átt von á því að það fari vel um þau þarna. Við leikmennirnir fáum svo sem ekki að upplifa það en þetta er mjög falleg höll og maður komst í ákveðna stemningu þegar maður kom þarna inn og sá stærðina á þessu og ímyndaði sér fulla höll á morgun. Það var svolítið yfirþyrmandi en góð tilfinning. Ég hef ekki upplifað þetta áður,“ segir Pavel. Það var gaman að vera Íslendingur á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið og það verður vonandi gaman að vera Íslendingur í Berlín í dag. „Ég heyrði að Íslendingarnir hafi átt völlinn í Hollandi í gær og ég býst ekki við minna af körfuboltaliðinu. Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara, mestir og bestir. Það breytist aldrei og ég á því ekki von á öðru en að við eignum okkur salinn,“ segir Pavel. Hverja þarf að stoppa hjá þýska liðinu í dag? „Það er einn þarna stór sem er í NBA, Nowitzki einhver,“ segir Pavel glottandi en bætir svo við: Markmiðið er að hlaupa eins og hundar og stoppa alla „Þetta eru allt saman frábærir leikmenn hjá öllum þessum þjóðum enda eru þetta bestu körfuboltaþjóðirnar í Evrópu. Það er enginn þarna sem maður getur eitthvað gleymt. Við munum að sjálfsögðu setja meiri áherslu á suma leikmenn en aðra en markmiðið er að hlaupa um eins og hundar og stoppa alla,“ segir Pavel. „Þetta er körfubolti. Eftir fyrstu mínútuna, eftir fyrstu körfuna okkar, fyrsta stoppið eða eitthvað gott sem við gerum þá áttum við okkur á því að þetta er sami leikur og við höfum alltaf spilað. Þeir eru að spila sama leik og síðast þegar ég gáði þá spila þeir með tvær hendur og tvo fætur og nota sama bolta. Um leið og við gerum eitthvað gott þá held að ég vöknum og hugsum: Nú spilum við strákar,“ segir Pavel. Íslensku strákarnir eru búnir að bíða nóg og vilja fara að spila. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. „Við erum búnir að vera hérna svo lengi að menn vilja að fara að spila. Það er komin smá óþreyja í mannskapinn en ég hugsa í dag reyni menn að láta daginn líða hratt annaðhvort með því að spila á spila, horfa á sjónvarpið eða lesa bækur eins og ég,“ segir Pavel kannski meira í gríni en alvöru. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Pavel Ermolinskij býst við miklu af íslensku áhorfendunum sem ætla að fjölmenna í Mercedes Benz höllina í Berlín í dag og fylgjast með leik Íslands og Þýskalandi á Evrópumótinu í körfubolta. „Þetta er svakaleg höll og íslensku áhorfendurnir geta átt von á því að það fari vel um þau þarna. Við leikmennirnir fáum svo sem ekki að upplifa það en þetta er mjög falleg höll og maður komst í ákveðna stemningu þegar maður kom þarna inn og sá stærðina á þessu og ímyndaði sér fulla höll á morgun. Það var svolítið yfirþyrmandi en góð tilfinning. Ég hef ekki upplifað þetta áður,“ segir Pavel. Það var gaman að vera Íslendingur á Amsterdam Arena á fimmtudagskvöldið og það verður vonandi gaman að vera Íslendingur í Berlín í dag. „Ég heyrði að Íslendingarnir hafi átt völlinn í Hollandi í gær og ég býst ekki við minna af körfuboltaliðinu. Íslendingar eru alltaf háværastir hvert sem þeir fara, mestir og bestir. Það breytist aldrei og ég á því ekki von á öðru en að við eignum okkur salinn,“ segir Pavel. Hverja þarf að stoppa hjá þýska liðinu í dag? „Það er einn þarna stór sem er í NBA, Nowitzki einhver,“ segir Pavel glottandi en bætir svo við: Markmiðið er að hlaupa eins og hundar og stoppa alla „Þetta eru allt saman frábærir leikmenn hjá öllum þessum þjóðum enda eru þetta bestu körfuboltaþjóðirnar í Evrópu. Það er enginn þarna sem maður getur eitthvað gleymt. Við munum að sjálfsögðu setja meiri áherslu á suma leikmenn en aðra en markmiðið er að hlaupa um eins og hundar og stoppa alla,“ segir Pavel. „Þetta er körfubolti. Eftir fyrstu mínútuna, eftir fyrstu körfuna okkar, fyrsta stoppið eða eitthvað gott sem við gerum þá áttum við okkur á því að þetta er sami leikur og við höfum alltaf spilað. Þeir eru að spila sama leik og síðast þegar ég gáði þá spila þeir með tvær hendur og tvo fætur og nota sama bolta. Um leið og við gerum eitthvað gott þá held að ég vöknum og hugsum: Nú spilum við strákar,“ segir Pavel. Íslensku strákarnir eru búnir að bíða nóg og vilja fara að spila. Fyrsti leikurinn hefst klukkan 13.00 í dag að íslenskum tíma. „Við erum búnir að vera hérna svo lengi að menn vilja að fara að spila. Það er komin smá óþreyja í mannskapinn en ég hugsa í dag reyni menn að láta daginn líða hratt annaðhvort með því að spila á spila, horfa á sjónvarpið eða lesa bækur eins og ég,“ segir Pavel kannski meira í gríni en alvöru.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00 Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15 Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30 Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00 Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00 Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Jón Arnór: Það er mikið af andlitum hérna sem ég þekki Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu spila sinn fyrsta leik á Eurobasket á morgun þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Þýskalandi. 4. september 2015 16:00
Hörður: Allt mér að þakka að Haukur er hér í dag Fréttamaður Vísis í Berlín hitti á landsliðsmennina Hauk Helga og Hörð Axel fyrir leik liðsins gegn Þýskalandi á morgun. Strákarnir voru léttir í lund og rifjuðu meðal annars upp þegar Hörður var þjálfari Hauks í Fjölni. 4. september 2015 22:15
Jón Arnór: Ætlum að spila með öllu okkar hjarta Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska landsliðinu í körfubolta spila sögulegan leik í Berlín í dag eða fyrsta leik íslenska körfuboltalandsliðsins í úrslitakeppni EM. Eurbasket hefst í dag með leik Þýskalands og Íslands. 5. september 2015 11:30
Hlynur: Þeir labba ekki á vatni frekar en við hinir Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðið mun leiða sitt lið inn í sögulegan leik á morgun þegar Ísland mætir Þýskalandi í fyrsta leik liðsins á Eurobasket. 5. september 2015 10:00
Pavel: Við unnum ekkert lottó til að vera hérna Pavel Ermolinskij, leikstjórnandi íslenska körfuboltalandsliðsins, er klár í slaginn á Evrópumótinu og segir að íslenska liðið eigi fyllilega skilið að keppa við þá bestu í ár. 4. september 2015 17:00
Ljóðskáldið Axel Kárason Ísland hefur leik á EM í körfubolta á morgun þegar liðið mætir Þýskalandi í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. 4. september 2015 09:41