Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:41 Haukur Helgi hefur spilað afar vel í mótinu til þessa. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18