Haukur Helgi: Maður veit aldrei hver er í stúkunni Anton Ingi Leifsson skrifar 6. september 2015 18:41 Haukur Helgi hefur spilað afar vel í mótinu til þessa. vísir/valli Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að leikurinn gegn Ítalíu hafi getað dottið báðu megin. Hann var skiljanlega svekktur í leikslok. „Þetta hefði getað dottið báðu megin. Mér fannst það það vera nokkuð "play" varnarmegin sem voru vafasöm. Einhver skot hefðu getað dottið niður, eitt til tvö, og þetta hefði orðið okkur leikur," sagði Haukur Helgi við Vísi í leikslok. „Það er rosalega stórt, en svona er þetta. Hann er það rosalega góður leikmaður að hann er ekkert að fara klikka á þessum vítum. Það má segja að þetta hafi verið nokkur "play" hér og þar." „Ég sagði að við myndum verða úthvíldir og núna fáum við einn dag í viðbót. Adrenalínið er bara í gangi og strax þegar áhorfendurnir eru byrjaðir að hvetja mann í upphitun. Það er ekki hægt að lýsa því hvað gerist. Þetta er ekki orka - þetta er eitthvað allt annað." Haukur segir að stuðningurinn við liðið sé algjörlega magnaður og stuðningsmenn annara liða hafi stoppað hann á förnum vegi. „Það var verið að stoppa mig núna og það var sagt við mig að við værum með "the most impressive fans at Eurobasket"." Hann ákvað að semja ekki við neitt lið fyrir mótið og nýtið mótið sem glugga. Hann hefur spilað afar vel í fyrstu leikjunum og er hann ánægður með sína spilamennsku. „Ég er að finna þjölina og það er bara skemmtilegt í svona leikjum. Vonandi kemur eitthvað mjög gott úr þessu, það er aldrei að vita. Maður veit aldrei hver er í stúkunni og ég er ekkert að pæla í því. Maður reynir bara að spila og vinna þessa leiki." „Það er ekki langt síðan að við vorum sáttir að tapa með sem minnstum mun, en við erum það góðir núna. Það er ástæðan fyrir því að við erum á þessu móti. Við erum búnir að sýna það núna tvo leiki í röð og báðir þessir leikir hefðu getað dottið okkar megin. Við eigum leik inni til að vinna. Það er bara þannig." „Það eru allir mjög góðir vinir hérna. Þótt að landsliðið sé ekki í gangi þá tölum við saman og það er bara frábært. Það er ástæðan fyrir því að við stöndum okkur svona vel. Þegar einhver er niðri þá eru ellefu aðrir til í að bakka hann upp," sagði Haukur Helgi í samtali við Vísi í leikslok.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
Hlynur Bæringsson: Stórkostleg tilfinning að fá að upplifa þetta "Þetta er gríðarlegt svekkelsi og vonbrigði," voru fyrstu viðbrögð Hlyns Bæringssonar, leikmann íslenska landsliðsins í körfubolta, eftir grátlegt tap gegn Ítalíu á EM. 6. september 2015 18:25
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18