Jón Arnór: Við pabbi förum bókað til Frakklands á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 20:00 Íslenska körfuboltalandsliðið átti frídag í dag sem kom sér vel eftir tvo hörkuleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu. Strákarnir lögðu mikið í leikina sem töpuðust því miður báðir. „Hann [dagurinn í dag] var mjög nauðsynlegur fyrir alla. Við nýttum hann vel. Við tókum smá jóga, smá afslöppun og þeir sem vildu skjóta gerðu það,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Við sem spiluðum fleiri mínútur fengum að hvíla í dag. Þetta var mjög góður hvíldardagur.“ „Það er búið að fara mikil orka í þetta. Það er ekkert grín að vera að glíma við þessa risa. Það var gott að kúpla sig aðeins út í dag.“ Þegar menn eru búnir að vera lengi og mikið lokaðir inni á hóteli er gott að brjóta upp stórmót eins og EM og komast út að hitta vini og ættingja. „Ég fór og hitti fjölskylduna sem er hér í Berlín og fékk mér kaffi með henni. Maður varð aðeins að kúpla sig út úr hótelinu. Þetta var góður og nauðsynlegur hvíldardagur í alla staði,“ sagði Jón Arnór, en hvernig er hann eftir þessa fyrstu tvo leiki? „Ég er mjög stífur en ég verð fínn á morgun. Ég er miklu betri í dag en ég bjóst við. Ég var svolítið skakkur í gærkvöldi en er eiginlega mun betri en ég hafði vonast.“ Strákarnir okkar fylgdust með strákunum okkar tryggja sér farseðilinn á EM í fótbolta í gær og voru ánægðir með sína menn. „Ég náði seinni hálfleiknum. Þetta var nú ekkert rosalega skemmtilegur leikur, en það var rosalega góð tilfinning þegar leikurinn var flautaður af. Ég segi bara aftur til hamingju drengir. Maður er að rifna úr stolti,“ sagði Jón Arnór sem veit hvar hann verður í júní á næsta ári. „Þetta er æðislegt. Við pabbi erum að fara til Frakklands á næsta ári. Það er bókað,“ sagði Jón Arnór Stefánsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið átti frídag í dag sem kom sér vel eftir tvo hörkuleiki gegn Þýskalandi og Ítalíu. Strákarnir lögðu mikið í leikina sem töpuðust því miður báðir. „Hann [dagurinn í dag] var mjög nauðsynlegur fyrir alla. Við nýttum hann vel. Við tókum smá jóga, smá afslöppun og þeir sem vildu skjóta gerðu það,“ sagði Jón Arnór við Vísi í dag. „Við sem spiluðum fleiri mínútur fengum að hvíla í dag. Þetta var mjög góður hvíldardagur.“ „Það er búið að fara mikil orka í þetta. Það er ekkert grín að vera að glíma við þessa risa. Það var gott að kúpla sig aðeins út í dag.“ Þegar menn eru búnir að vera lengi og mikið lokaðir inni á hóteli er gott að brjóta upp stórmót eins og EM og komast út að hitta vini og ættingja. „Ég fór og hitti fjölskylduna sem er hér í Berlín og fékk mér kaffi með henni. Maður varð aðeins að kúpla sig út úr hótelinu. Þetta var góður og nauðsynlegur hvíldardagur í alla staði,“ sagði Jón Arnór, en hvernig er hann eftir þessa fyrstu tvo leiki? „Ég er mjög stífur en ég verð fínn á morgun. Ég er miklu betri í dag en ég bjóst við. Ég var svolítið skakkur í gærkvöldi en er eiginlega mun betri en ég hafði vonast.“ Strákarnir okkar fylgdust með strákunum okkar tryggja sér farseðilinn á EM í fótbolta í gær og voru ánægðir með sína menn. „Ég náði seinni hálfleiknum. Þetta var nú ekkert rosalega skemmtilegur leikur, en það var rosalega góð tilfinning þegar leikurinn var flautaður af. Ég segi bara aftur til hamingju drengir. Maður er að rifna úr stolti,“ sagði Jón Arnór sem veit hvar hann verður í júní á næsta ári. „Þetta er æðislegt. Við pabbi erum að fara til Frakklands á næsta ári. Það er bókað,“ sagði Jón Arnór Stefánsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30 Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45 Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00 Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00 Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30 Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Jón Arnór: Gleymdi því af því ég var svo fúll og leiðinlegur Jón Arnór Stefánsson og liðsfélagar hans í íslenska körfuboltalandsliðinu stóðu sig frábærlega í gærkvöldi þrátt fyrir tapið á móti Ítölum. 7. september 2015 11:30
Íslenska landsliðið slappaði algjörlega af á æfingu í dag | Fóru í jóga Íslenska körfuboltalandsliðið fékk tækifæri til að slaka vel á þegar liðið var á æfingu í Mercedens Benz höllinni í Berlín. 7. september 2015 15:45
Vítanýtingin svíður | Ísland með eina lélegustu vítanýtinguna á EM Íslenska körfuboltalandsliðið hefur staðið sig frábærlega í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín en það er helst á einum stað þar sem hægt er að gagnrýna íslensku strákana. 7. september 2015 12:00
Helgi Már: Við ætlum að vinna leiki hérna Íslenska körfuboltalandsliðið hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á Evrópumótinu í körfubolta en í bæði skiptin voru þetta naum töp á móti stórþjóðunum Þýskalandi og Ítalíu. 7. september 2015 14:00
Jón Arnór í 9. sæti í stigum og í 3. sæti í stoðsendingum Jón Arnór Stefánsson er meðal efstu manna í stigum og stoðsendingum eftir tvær fyrstu umferðir riðlakeppninnar á Evrópumótinu í körfubolta. 7. september 2015 23:30
Bara tveir leikmenn á EM með fleiri þrista en Hlynur og Haukur Ísland á tvo leikmenn meðal efstu manna í skoruðum þriggja stiga körfum eftir tvær fyrstu umferðirnar í riðlakeppni Evrópumótsins í körfubolta. 7. september 2015 13:30