Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Jakob Bjarnar skrifar 8. september 2015 12:49 Jón Trausti, Björn Ingi og Eiríkur Bergmann eru meðal fjölmargra á Facebook sem velta því fyrir sér hvað Ólafur Ragnar var að meina? Jón Trausti Reynisson ritstjóri orðar hreint út það sem margir velta fyrir sér eftir þingsetningarræðu forseta Íslands: „Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.“ Ræðan hefur vakið mikla athygli enda virðist sem svo að Ólafur Ragnar Grímsson sé að tilkynna um brotthvarf sitt, en er það endilega svo ef að er gáð? „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarávarpi sínu til þingsins. Hann setti 145. löggjafarþingið fyrr í dag. Færði hann þinginu einlægar þakkir fyrir farsæla samveru. Í fyrstu var talið að með þessu væri Ólafur að segja að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar á næsta ári. Hins vegar er ljóst að hann gæti sóst eftir umboði þjóðarinnar á nýjan leik. Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, þekkir vel til forsetans og telst vera honum handgenginn. Í fyrstu velktist hann hvergi í vafa um hver merking orða Ólafs Ragnars væri: „Og hefst þá samkvæmisleikurinn: Hver vill verða næsti forseti?“ En, svo er eins og það renni á hann tvær grímur þegar honum er bent á að þetta sé ekki með öllu afdráttarlaust: „Nei, það er alveg rétt enda forsetinn meistari hins óræða texta. En svo þakkaði hann öllu samstarfsfólki og starfsfólki þingsins gegnum árin og það var svona heilmikill kveðjutónn í þessu. En fyrirsögnin segir að hann gefi sterklega í skyn að hann hyggist hætta. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur virðist ekki taka mið af meistaratöktum forsetans hvað varðar hinn óræða texta og hann dregur umsvifalaust þá ályktun að Ólafur Ragnar sé á förum: „Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í embættið. Einkum þó athyglisvert að sjá hvernig þeir sjá embættið fyrir sér. Það hefur nefnilega breyst svo mjög í meðförum Ólafs, að umræðan mun eflaust hverfast um það, hvernig embættið eigi að vera í framtíðinni.“ Fjölmörg dæmi má nefna önnur þar sem menn reyna að rýna í orð forsetans og þau má sjá hér neðar; er hann virkilega að fara? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor leggur til að mynda það í orð Ólafs Ragnars að hann sé hvergi nærri á förum. ... Uppfært.Næstu stjórnvöld gætu hæglega átt Ólaf Ragnar á fæti Fréttastofa náði tali af prófessor Eiríki Bergmanni, sem segir að þessi hafi verið sú ályktun við fyrstu fréttum en eftir að hafa lesið ræðu forseta þá birtist allt önnur mynd: „Hann byrjar á því að leggja grunn að því að það megi ekki hrófla við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, að íslenska lýðveldið bókstaflega hvíli á því. Segir svo að ef menn ætla að setja slíka breytingu í þjóðaratkvæði samhliða forsetakjöri sé komin upp samskonar óvissa og hann varaði við fyrir fjórum árum og var þá forsenda þess að hann gat ekki stigið til hliðar. Með öðrum orðum geti stjórnvöld sem fari gegn vilja hans í þessu hæglega átt hann á fæti í næsta forsetakjöri.“Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.Posted by Jón Trausti Reynisson on 8. september 2015 Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í...Posted by Eirikur Bergmann on 8. september 2015 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar víst ekki að bjóða sig fram að nýju - þó nú ekki. Það er löngu komið nóg. Ég er nokkuð...Posted by Illugi Jökulsson on 8. september 2015 Pælið í því að vera með það athyglissjúkan apaheila sem forseta að það þurfi alltaf að fara af stað umræða um hvað hann meinti eiginlega með orðum sínum í hvert sinn sem hann tjáir sig.Posted by Haukur Viðar Alfreðsson on 8. september 2015 Forseti vor setur sig í stellingar og undirbýr jarðveginn, við þingsetningu. Mark my words, you aint seen all of Ólafur... Nú fer áskorunum á hann að rigna yfir hann.Posted by Aðalheiður Ámundadóttir on 8. september 2015 Kjarninn er með þetta. Því miður. Þessi maður er gersamlega siðlaus:"Margir hafa litið svo á að með þessu sé Ólafur...Posted by Einar Steingrimsson on 8. september 2015 Mér heyrist á öllu þessu, að Ólafur Ragnar Grímsson sé að undirbúa sig undir að vera áfram forseti. Hann tók fram, að...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 8. september 2015 Orðið á götunni er að Ólafur ætli að taka við af Lars Lagerbäck eftir EM.Posted by Jón Oddur Guðmundsson on 8. september 2015 Jæja. Hver á nú að verða forseti? Seriously. Vantar fólk. Einhver þarf að gera þetta. Take one for the team!Posted by Smári McCarthy on 8. september 2015 Svavar Gestsson óskaði þess á Fb að Bessastaðabóndinn tilkynnti nú í ávarpi sínu til þingsins hvort hann ætlaði að hæ...Posted by Sigurður G. Tómasson on 8. september 2015 AUÐVITAÐ FER HANN FRAM AFTUR. Það þarf ekkert að túlka þetta. Hann talar aldrei hreint út. Hann skilur eftir glufu....Posted by Eiður Svanberg Guðnason on 8. september 2015 Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira
Jón Trausti Reynisson ritstjóri orðar hreint út það sem margir velta fyrir sér eftir þingsetningarræðu forseta Íslands: „Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.“ Ræðan hefur vakið mikla athygli enda virðist sem svo að Ólafur Ragnar Grímsson sé að tilkynna um brotthvarf sitt, en er það endilega svo ef að er gáð? „Þegar ég nú, samkvæmt umboðinu sem þjóðin fól mér, set Alþingi í síðasta sinn,“sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í setningarávarpi sínu til þingsins. Hann setti 145. löggjafarþingið fyrr í dag. Færði hann þinginu einlægar þakkir fyrir farsæla samveru. Í fyrstu var talið að með þessu væri Ólafur að segja að hann ætlaði ekki að bjóða sig fram aftur til forseta fyrir kosningarnar á næsta ári. Hins vegar er ljóst að hann gæti sóst eftir umboði þjóðarinnar á nýjan leik. Björn Ingi Hrafnsson, fjölmiðlamaður, þekkir vel til forsetans og telst vera honum handgenginn. Í fyrstu velktist hann hvergi í vafa um hver merking orða Ólafs Ragnars væri: „Og hefst þá samkvæmisleikurinn: Hver vill verða næsti forseti?“ En, svo er eins og það renni á hann tvær grímur þegar honum er bent á að þetta sé ekki með öllu afdráttarlaust: „Nei, það er alveg rétt enda forsetinn meistari hins óræða texta. En svo þakkaði hann öllu samstarfsfólki og starfsfólki þingsins gegnum árin og það var svona heilmikill kveðjutónn í þessu. En fyrirsögnin segir að hann gefi sterklega í skyn að hann hyggist hætta. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur virðist ekki taka mið af meistaratöktum forsetans hvað varðar hinn óræða texta og hann dregur umsvifalaust þá ályktun að Ólafur Ragnar sé á förum: „Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í embættið. Einkum þó athyglisvert að sjá hvernig þeir sjá embættið fyrir sér. Það hefur nefnilega breyst svo mjög í meðförum Ólafs, að umræðan mun eflaust hverfast um það, hvernig embættið eigi að vera í framtíðinni.“ Fjölmörg dæmi má nefna önnur þar sem menn reyna að rýna í orð forsetans og þau má sjá hér neðar; er hann virkilega að fara? Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor leggur til að mynda það í orð Ólafs Ragnars að hann sé hvergi nærri á förum. ... Uppfært.Næstu stjórnvöld gætu hæglega átt Ólaf Ragnar á fæti Fréttastofa náði tali af prófessor Eiríki Bergmanni, sem segir að þessi hafi verið sú ályktun við fyrstu fréttum en eftir að hafa lesið ræðu forseta þá birtist allt önnur mynd: „Hann byrjar á því að leggja grunn að því að það megi ekki hrófla við fullveldisákvæði stjórnarskrárinnar, að íslenska lýðveldið bókstaflega hvíli á því. Segir svo að ef menn ætla að setja slíka breytingu í þjóðaratkvæði samhliða forsetakjöri sé komin upp samskonar óvissa og hann varaði við fyrir fjórum árum og var þá forsenda þess að hann gat ekki stigið til hliðar. Með öðrum orðum geti stjórnvöld sem fari gegn vilja hans í þessu hæglega átt hann á fæti í næsta forsetakjöri.“Ólafur Ragnar gefur til kynna að hann muni stíga til hliðar, með orðalagi sem útilokar þó ekki alveg umsnúning.Posted by Jón Trausti Reynisson on 8. september 2015 Merkileg tíðindi, að Ólafur Ragnar ætli ekki að bjóða sig fram að nýju. Áhugavert að sjá hverjir fara nú að máta sig í...Posted by Eirikur Bergmann on 8. september 2015 Ólafur Ragnar Grímsson ætlar víst ekki að bjóða sig fram að nýju - þó nú ekki. Það er löngu komið nóg. Ég er nokkuð...Posted by Illugi Jökulsson on 8. september 2015 Pælið í því að vera með það athyglissjúkan apaheila sem forseta að það þurfi alltaf að fara af stað umræða um hvað hann meinti eiginlega með orðum sínum í hvert sinn sem hann tjáir sig.Posted by Haukur Viðar Alfreðsson on 8. september 2015 Forseti vor setur sig í stellingar og undirbýr jarðveginn, við þingsetningu. Mark my words, you aint seen all of Ólafur... Nú fer áskorunum á hann að rigna yfir hann.Posted by Aðalheiður Ámundadóttir on 8. september 2015 Kjarninn er með þetta. Því miður. Þessi maður er gersamlega siðlaus:"Margir hafa litið svo á að með þessu sé Ólafur...Posted by Einar Steingrimsson on 8. september 2015 Mér heyrist á öllu þessu, að Ólafur Ragnar Grímsson sé að undirbúa sig undir að vera áfram forseti. Hann tók fram, að...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 8. september 2015 Orðið á götunni er að Ólafur ætli að taka við af Lars Lagerbäck eftir EM.Posted by Jón Oddur Guðmundsson on 8. september 2015 Jæja. Hver á nú að verða forseti? Seriously. Vantar fólk. Einhver þarf að gera þetta. Take one for the team!Posted by Smári McCarthy on 8. september 2015 Svavar Gestsson óskaði þess á Fb að Bessastaðabóndinn tilkynnti nú í ávarpi sínu til þingsins hvort hann ætlaði að hæ...Posted by Sigurður G. Tómasson on 8. september 2015 AUÐVITAÐ FER HANN FRAM AFTUR. Það þarf ekkert að túlka þetta. Hann talar aldrei hreint út. Hann skilur eftir glufu....Posted by Eiður Svanberg Guðnason on 8. september 2015
Alþingi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Sjá meira