Innlent

Framlög til Þjóðleikhússins og Sinfó hækka

Atli Ísleifsson skrifar
Gert er ráð fyrir að framlög til Þjóðleikhússins hækki um 80 milljónir króna milli ára, að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum.
Gert er ráð fyrir að framlög til Þjóðleikhússins hækki um 80 milljónir króna milli ára, að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum. Vísir/Valli
Framlög ríkissjóðs til Þjóðleikhússins og Sinfóníuhljómsveitarinnar hækka milli ára samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2016 sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag.

Gert er ráð fyrir að framlög til Þjóðleikhússins hækki um 80 milljónir króna milli ára, að frátöldum launa- og verðlagsbreytingum sem nema 55 milljónum króna. Framlög til leikhússins nema alls 932,1 milljónir króna í frumvarpinu.

„Skýrist þetta af tvennu. Í fyrsta lagi er lögð til 20 m.kr. hækkun til að styrkja rekstur leikhússins. Í öðru lagi er lögð til 60 m.kr. hækkun á framlagi vegna viðhalds og endurnýjunar tækjabúnaðar í leikhúsinu til viðbótar við 20 m.kr. hækkun í fjárlögum 2015. Leikhúsið hefur því samtals 80 m.kr. til viðhalds og endurnýjunar tækjabúnaðar á árinu 2016. Er áætlað að heildarendurnýjun alls búnaðar muni kostas tæpar 300 m.kr.“

50 milljón króna hækkun til Sinfó

Framlag til Sinfónínuhljómsveitarinnar nemur 1.098 milljónum króna í frumvarpinu, sem felur í sér að hækkun um 50 m.kr. frá yfirstandandi fjárlögum að frátöldum launa- og verðlagshækkunum sem nema 51,2 m.kr.

„Hækkunin er til að styrkja rekstrarstöðu hljómsveitarinnar. Þá er lögð til breyting á rekstrarumfangi sem fjármagnað er með sértekjum til lækkunar um 65,2 m.kr.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×