Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2015 14:59 Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði níu stig í dag. vísir/valli Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Hörður Axel Vilhjálmsson átti fínan leik gegn Serbíu með Íslandi á EM 2015 í körfubolta í dag. Hann skoraði níu stig á 18 mínútum en það dugði ekki til. „Þetta er eitt af þremur bestu liðum heims. En við héldum áfram að berjast sama hvað gerðist og fyrir það viljum við standa,“ sagði Hörður Axel við Vísi eftir leikinn í Berlín. Íslenska liðið var virkilega gott í fyrri hálfleik en eftir 20 mínútur munaði aðeins tíu stigum á liðunum. „Við erum ánægðir með það, en ef skotin hefðu dottið í fyrri hálfleik hefði leikurinn getað breyst. En þeir nýttu sér stærðarmuninn og er í raun fyrsta liðið sem nær að gera það almennilega. Þetta var erfitt í dag,“ sagði Hörður Axel. „Við erum búnir að stríða tveimur liðum hingað til þó það hafi ekki gengið í dag. Fyrri hálfleikurinn var samt frábær. Ef við hefðum hitt á venjulegan dag hvað varðar skotin hefði þetta verið enn jafnari leikur.“ „Við getum gengið stoltir frá þessum leik þó það sé skrítið að segja það eftir að tapa með 30 stigum. Serbar eru bara það góðir.“ Næst mætir íslenska liðið stjörnum prýddu liði Spánar á morgun. Þar ætla strákarnir okkar áfram að berjast fyrir sínu. „Nú er bara áfram gakk. Við gleymum þessum leik. Við förum upp á hótel og slökum á. Spánn er eins og Serbía með frábært lið. Við höldum bara áfram að berjast og sjáum hvernig þeir mæta okkur,“ sagði Hörður. „Ég held við séum búnir að sýna öllum að við erum með alvöru lið. Við erum ekki í neinni túristaferð í Berlín. Við erum sáttir með það sem við höfum gert en við ætlum okkur að vinna leik hérna,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15
Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48