Jón Arnór: Verður flott að fá Pavel sterkan inn í tvo síðustu leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. september 2015 15:18 Jón Arnór Stefánsson í leiknum í dag. Vísir/Valli Jón Arnór Stefánsson náði sér ekki alveg á strik í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í þriðja leiknum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. „Mér finnst 30 stig ekki gefa alveg rétta mynd af þessu. Mér fannst við fá ótrúlega mikið af opnum skotum sem við nýttum ekki," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Jón Arnór var bara með 3 stig í leiknum en hnéð var að plaga hann og af þeim sökum spilaði hann mjög lítið í seinni hálfleik. „Það var bara stórgott að vera bara tíu stigum undir í hálfleik miðað við það að þeir voru að hitta úr sextíu prósent skota sinna en við bara úr þrjátíu prósent skota okkar. Það var í raun bara fáranlegt að við værum bara tíu stigum undir í hálfleik," sagði Jón Arnór. „Hefðum við nýtt eitthvað af þessum skotum þá hefði þetta litið mun betur út. Þeir stungu auðvitað af í fjórða leikhluta en mér fannst við berjast vel," sagði Jón Arnór. Hann vildi hrósa mörgum strákum í íslenska liðinu. „Logi var svaka góður í dag og mér fannst Martin (Hermannsson) koma sterkur inn og Hössi (Hörður Axel Vilhjálmsson) líka. Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina. Það er margt jákvætt þrátt fyrir þetta tap," sagði Jón Arnór. Pavel Ermolinskij skoraði sínar tvær fyrstu körfur á Evrópumótinu í dag en þær voru báðar þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Leikstjórnandinn er ánægður með baráttuna í íslenska liðinu en hann vill sigur áður en liðið fer heim. 8. september 2015 14:59 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Hnéð að angra Jón Arnór: Engar áhyggjur, við bara töppum af því Íslenska körfuboltalandsliðið var að mestu án Jóns Arnórs Stefánssonar í seinni hálfleik þegar liðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í dag í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu. 8. september 2015 15:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson náði sér ekki alveg á strik í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í þriðja leiknum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín. „Mér finnst 30 stig ekki gefa alveg rétta mynd af þessu. Mér fannst við fá ótrúlega mikið af opnum skotum sem við nýttum ekki," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir leikinn. Jón Arnór var bara með 3 stig í leiknum en hnéð var að plaga hann og af þeim sökum spilaði hann mjög lítið í seinni hálfleik. „Það var bara stórgott að vera bara tíu stigum undir í hálfleik miðað við það að þeir voru að hitta úr sextíu prósent skota sinna en við bara úr þrjátíu prósent skota okkar. Það var í raun bara fáranlegt að við værum bara tíu stigum undir í hálfleik," sagði Jón Arnór. „Hefðum við nýtt eitthvað af þessum skotum þá hefði þetta litið mun betur út. Þeir stungu auðvitað af í fjórða leikhluta en mér fannst við berjast vel," sagði Jón Arnór. Hann vildi hrósa mörgum strákum í íslenska liðinu. „Logi var svaka góður í dag og mér fannst Martin (Hermannsson) koma sterkur inn og Hössi (Hörður Axel Vilhjálmsson) líka. Pavel setti líka niður tvö skot. Hann þarf á því að halda og við þurfum á honum að halda meira í sókninni," sagði Jón Arnór og hann sér fyrir sér að nú komi Pavel sterkari inn í þetta. „Það má ekki gleyma því að Pavel er rosalega mikilvægur fyrir okkur varnarlega. Þetta hefur ekki verið að detta fyrir Pavel í sókninni en hann er einn okkar mikilvægasti maður og það verður flott að fá hann sterkan inn í síðustu tvo leikina. Það er margt jákvætt þrátt fyrir þetta tap," sagði Jón Arnór. Pavel Ermolinskij skoraði sínar tvær fyrstu körfur á Evrópumótinu í dag en þær voru báðar þriggja stiga körfur í seinni hálfleiknum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15 Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Leikstjórnandinn er ánægður með baráttuna í íslenska liðinu en hann vill sigur áður en liðið fer heim. 8. september 2015 14:59 Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48 Hnéð að angra Jón Arnór: Engar áhyggjur, við bara töppum af því Íslenska körfuboltalandsliðið var að mestu án Jóns Arnórs Stefánssonar í seinni hálfleik þegar liðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í dag í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu. 8. september 2015 15:03 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Al Horford til Golden State Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 83-86 | Njarðvík meistari meistaranna eftir kaflaskiptan leik Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64. 8. september 2015 14:15
Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín Leikstjórnandinn er ánægður með baráttuna í íslenska liðinu en hann vill sigur áður en liðið fer heim. 8. september 2015 14:59
Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims. 8. september 2015 14:48
Hnéð að angra Jón Arnór: Engar áhyggjur, við bara töppum af því Íslenska körfuboltalandsliðið var að mestu án Jóns Arnórs Stefánssonar í seinni hálfleik þegar liðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í dag í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu. 8. september 2015 15:03