Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. september 2015 22:44 Pavel var léttklæddur í viðtali eftir leik. vísir/kolbeinn tumi Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik. Íslendingar spiluðu virkilega vel í fyrri hálfleik og náðu m.a. 11-0 spretti sem skilaði fjögurra stiga forystu þegar tæpar fjórar mínútur voru til hálfleiks. Spánverjarnir áttu góðan endasprett í fyrri hálfleik og tóku svo leikinn algjörlega í sínar hendur í seinni hálfleiknum og unnu að lokum 26 stiga sigur, 73-99. „Þeir eru kannski einu númeri of stórir fyrir okkur,“ sagði Pavel í samtali við blaðamann Vísis eftir leikinn í kvöld. „Þeir eru stórir og sterkir og það útheimtir mikla orku að berjast við þá. En bæði í dag, og í leiknum í gær (gegn Serbíu), þá erum við með þeim fyrstu 20 mínúturnar en svo dettum við niður í seinni hálfleik. Við gerum mistök og þeir fá auðveldar körfur. „Það er margt jákvætt í þessu en við sjáum jafnframt að við þurfum eitthvað aðeins meira til að geta keppt við þessi lið í 40 mínútur.“ Pavel var sem áður sagði heitur fyrir utan þriggja stiga línuna í kvöld og setti niður fjórar þriggja stiga körfur í sex tilraunum. „Já, það var bara komið mér,“ sagði leikstjórnandinn. „Strákarnir hafa haldið þessu gangandi fyrir mig en ég kom inn í þetta í dag og vonandi heldur það áfram á morgun og við hittum á leik þar sem allir eru heitir og allt gengur upp,“ bætti Pavel við en Ísland mætir Tyrklandi á morgun í lokaleik sínum í B-riðli. Pavel var ber að ofan þegar viðtalið var tekið en hann hafði gefið áhorfendum treyjuna sína. „Hún er hjá einhverjum áhorfendum,“ sagði Pavel aðspurður hvar treyjan væri. „Ég veit ekki hvort ég mátti gefa þessa treyju? Við erum að spila á morgun,“ bætti Pavel léttur við. „Ég var bara að þakka áhorfendum fyrir stuðninginn sem þeir hafa gefið okkur.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira