Íslenska landsliðið í körfubolta steinlá fyrir því belgíska í æfingamóti í Póllandi en liðið tapaði með fjörutíu stiga mun.
Leikurinn fór 86-46 fyrir Belgíu en eins og tölurnar gefa til kynna þá gekk ekkert upp í sóknarleik íslenska liðinu. Staðan í hálfleik var 36-20.
Hlynur Bæringsson skoraði 12 stig og tók sex fráköst fyrir íslenska liðið. Pawel Ermolinskij kom við sögu í leiknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Hann komst ekki á blað en náði einu frákasti.
Þetta var síðast æfingarleikurinn fyrir Eurobasket mótið sem hefst í næstu viku í Þýskalandi þegar Íslendingar mæta Þjóðverjum næsta laugardag.

