Megnið af volæði veraldarinnar Magnús Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2015 09:15 „Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
„Megnið af volæði veraldarinnar stafar af skorti á ímyndunarafli,“ segir í Bréfi til Láru frá Þórbergi Þórðarsyni frá 1924. Ímyndunaraflið býr nefnilega yfir þeim stórkostlega mætti að það getur gert okkur það kleift að setja okkur í spor annarra. Gert okkur það mögulegt að finna til með fólki og skilja betur hvað rekur það áfram í lífinu og fær það til þess að gera það sem það gerir. John Lennon, annað grannholda séní með kringlótt gleraugu eins og Þórbergur, skildi þetta líka mæta vel og bað okkur um að beita ímyndunaraflinu til þess að breyta heiminum til betri vegar. Ekki veitir af. Þess vegna skulum við nú ímynda okkur eitt stundarkorn að við höfum í morgun vakið börnin okkar óvenju snemma til þess að reyna að komast úr landi með öllum tiltækum ráðum. Það er ekkert annað að gera. Okkar bíður ekkert líf, aðeins blóðug, heiftarleg styrjöld og dauði. Ímyndum okkur að við setjum allt í að komast um borð í gúmmíbát sem á smá möguleika á að koma okkur til öruggrar hafnar en gæti allt eins endað á hafsbotni. Ímyndum okkur að við komumst á áfangastað en þar taki okkur enginn opnum örmum, okkar bíða aðeins flóttamannabúðir, hungur og niðurlæging. Það er erfitt að ímynda sér þessar aðstæður yfir kaffibolla á mánudagsmorgni norður á Íslandi. Engu að síður ber okkur þó siðferðisleg skylda til þess nú þegar þúsundir streyma til Evrópu í leit að lífi. Lífi án styrjalda, hungurs og hörmunga. Ástandið er svo skelfilegt að lítil þjóð norður í Atlantshafi þarf nú að hætta að hugsa smátt. Íslensk stjórnvöld samþykktu fyrir ekki svo löngu að taka við fimmtíu flóttamönnum á tveimur árum. Það er dropi í haf eymdarinnar. Tala sem getur í besta falli talist friðþæging þegar litið er til þess fjölda sem lönd á borð við Þýskaland og Svíþjóð taka við ár hvert og það er ekkert skjól í að miða við fólksfjölda á Íslandi. Langt frá því. Íslensk stjórnvöld þurfa því að láta reyna á ímyndunaraflið, láta samkennd og mannúð ráða för og margfalda þann fjölda flóttafólks sem verður boðið velkomið til Íslands. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir þjóð sem vill vera hluti af samfélagi þjóðanna og bera höfuðið hátt á alþjóðavettvangi. Það er það eina rétta í stöðunni fyrir stjórnvald sem vill geta horfst skammlaust í augu við þjóð sína. Þjóð sem getur með brotabroti af ímyndunarafli meistara Þórbergs sér til fulltingis gert betur, bjargað langtum fleiri mannslífum og tekið þeim opnum örmum. Því ef við getum ímyndað okkur betri heim þá getum við að sönnu breytt honum til betri vegar.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun