Það á ekki af leikstjórnanda Washington Redskins, Robert Griffin III, að ganga.
Hann fékk heilahristing í nótt er hans lið spilaði æfingaleik gegn Detroit Lions.
Griffin III, eða RG3, hefur verið einstaklega óheppinn með meiðsli á sínum ferli og margir töldu þetta ár vera hans síðasta til þess að sanna sig með liðinu.
Það hjálpaði ekki RG3 að sóknarlínan hans brást honum illa í gær og hleypti öllu í gegn. Hann fékk því miklar barsmíðar sem enduðu með því að hann fékk heilahristing.
Óvíst er hvenær hann snýr aftur vegna meiðslanna.
RG3 fékk heilahristing
