Heil umferð fór fram í fyrstu deild karla í knattspyrnu í dag. Víkingur Ólafsvík er komið langleiðina upp í Pepsi-deildina og allar líkur eru á því að BÍ/Bolungarvík leiki í annari deildinni á næstu leiktíð.
Nágrannarnir í Þróttur og Fram sildu jöfn 2-2, en í tvígang komust Framarar yfir. Þróttur er í öðru sætinu með 37 stig, þremur meira en KA sem er í því þriðja.
Víkingur Ólafsvík er komið með annan fótinn upp í Pepsi-deildina, en þeir eru með tíu stiga forystu á KA, sem er í þriðja sætinu, þegar fjórir leikir eru eftir eftir sigur á Þórsurum.
KA er enn í bullandi séns með að komast upp um deild, en KA er nú þremur stigum á eftir Þrótti sem er í öðru sætinu eftir 4-0 sigur á BÍ/Bolungarvík. Skástrikið er komið langleiðina niður um deild, en þeir eru tólf stigum frá öruggu sæti þegar fjórar umferðir eru eftir.
Haukar unnu Gróttu og Grindavík vann HK, en Grótta er í bullandi fallbaráttu. Þeir eru í fallsætinu sem stendur, tveimur stigum á eftir Selfoss sem gerði 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð.
Úrslit og markaskorarar frá úrslit.net:
Þróttur - Fram 2-2
0-1 Magnús Már Lúðvíksson (16.), 1-1 Dion Jeremy Acoff (35.), 1-2 Sebastien Uchechukwu Ibeagha (42.), 2-2 Omar Koroma (71.).
Þór - Víkingur Ólafsvík 1-2
0-1 Hrvoje Tokic (4.), 0-2 Hrvoje Tokic (47.), 1-2 Orri Sigurjónsson (78.).
BÍ/Bolungarvík - KA 0-4
0-1 Ævar Ingi Jóhannesson (3.), 0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson (14.), 0-3 Ævar Ingi Jóhannesson (18.), 0-4 Jóhann Helgason (87.).
Grótta - Haukar 1-3
0-1 Zlatko Krickic (5.), 0-2 Björgvin Stefánsson (17.), 0-3 Alexander Freyr Sindrason (50.), 1-3 Guðmundur Marteinn Hannesson (74.).
HK - Grindavík 0-2
0-1 Marko Valdimar Stefánsson (8.), Matthías Örn Friðriksson (88.).
Selfoss - Fjarðabyggð 2-2
0-1 Brynjar Jónasson (59.), 1-1 Richard Sæþór Sigurðsson (65.), 1-2 Andrew James Pew - sjálfsmark (77.), 2-2 Richard Sæþór Sigurðsson (85.).
