Jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Pedersen ræðir hér við leikmenn sína á dögunum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira