Jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks Kristinn Páll Teitsson skrifar 24. ágúst 2015 06:00 Pedersen ræðir hér við leikmenn sína á dögunum. Vísir/Ernir Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“ EM 2015 í Berlín Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Íslenska landsliðið í körfuknattleik lauk leik á æfingarmóti í Eistlandi um helgina en íslenska liðinu tókst að vinna tvo leiki eftir að hafa tapað fyrsta leiknum. Fylgdu þeir tapi gegn heimamönnum með sigrum gegn Hollandi og Filippseyjum þrátt fyrir að einn besti leikmaður liðsins, Jón Arnór Stefánsson, hefði ekkert tekið þátt í leikjunum vegna meiðsla. Craig Pedersen, þjálfari íslenska landsliðsins, var skiljanlega sáttur með mótið sem undirbúning en Ísland á fyrsta leik á Eurobasket gegn Þýskalandi eftir tæplega tvær vikur. „Ég er mjög ánægður með spilamennskuna á mótinu, flæðið í leik liðsins var mun betra heldur en í fyrstu tveimur æfingarleikjunum. Fyrir vikið vorum við að fá mikið af opnum skotum sem við þurfum að treysta á, sama hvort við séum að hitta úr þeim eða ekki þá þurfum við að fá þessi skot.“ Craig var ánægður með viðbrögð leikmanna sinna við tapinu í fyrsta leiknum en Ísland tapaði með 20 stigum gegn heimamönnum í fyrsta leik. „Það var mjög jákvætt að aðrir leikmenn stigu upp í fjarveru Jóns og Hauks í leikjunum gegn Hollandi og Filippseyjum. Mér fannst úrslitin gegn Eistlandi ekki gefa rétta mynd af leiknum vegna þess hversu illa við hittum af vítalíunni.Strákarnir eru hinsvegar allir að spila betur og betur með hverjum leik svo ég get ekki séð neitt neikvætt við þessa leiki.“Jón Arnór er heill heilsu Það munaði um að Jón Arnór Stefánsson, einn besti leikmaður liðsins, gæti ekki tekið þátt í leikjunum en hann hefur hvílt undanfarna fjóra leiki. „Hann gat alveg verið með okkur í seinustu tveimur leikjunum en við vildum leyfa honum að hvíla sig og að gefa öðrum leikmönnum tækifæri. Hann er hinsvegar heill heilsu og gæti leikið leik á morgun,“ sagði Craig sem hrósaði Jóni Arnóri. „Hann er svo reynslumikill og gáfaður körfuboltamaður að hann er að meðtaka allt sem við viljum gera á æfingunum. Hann skilur hvernig við viljum spila og ég á ekki von á öðru en að hann muni bara koma vel inn í þetta.“ Craig var ánægður með viðbrögð annarra leikmanna liðsins gegn Filippseyjum og Hollandi þrátt fyrir að hvorki Jón Arnór né Haukur Helgi Pálsson hafi verið með liðinu. „Það var frábært að vinna þessa leiki en fyrst og fremst tókst okkur það sem við lögðum upp með og það var að þróa leikinn okkar til hins betra. Strákarnir sýndu frábæran karakter með að ná í þessa tvo sigra gegn liðum sem innihéldu meðal annars leikmann úr NBA-deildinni.“Þurfum að passa upp á boltann Íslenska liðið er töluvert lágvaxnara en mótherjar þess á Eurobasket en Craig sagðist ekki hafa of miklar áhyggjur yfir því. „Það er það sem maður tekur strax eftir. Við vorum að taka fæst fráköst á mótinu en það var ekkert afgerandi. Þetta jafnast síðan út með töpuðum boltum en við komum vel út í því,“ sagði Craig sem fagnað því að leikmenn liðsins hefðu fengið að upplifa þetta. „Það er frábært að sýna að við getum unnið land eins og Holland um helgina. Þeir vita hvernig við viljum spila enda í þriðja sinn sem við mætumst en það var frábært að geta þrátt fyrir það strítt þeim í varnarleiknum.“ Craig tók undir að íslenska víkingablóðið myndi ekki gefast upp í frákastabaráttunni undir körfunni. „Ég var mjög hrifinn af viðhorfi strákanna, þeir munu berjast um alla bolta og gefa sig alla í þetta. Það er frábært að sjá þetta sem þjálfari.“
EM 2015 í Berlín Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira